mið. 18.4.2007
Stórbruni-stóruppbygging
Það var hræðilegt að horfa á í beinni útsendingu þegar þessi fallegu og sögufrægu hús brunnu í dag. Tjónið er ómetanlegt hvað menningarverðmæti varðar. Þó var gott að ekki urðu slys á fólki. Borgarstjóri var sleginn yfir atburðinum og tjáði vilja sinn í að byggja þetta horn upp að nýju í óbreyttri mynd, ef ég skildi hann rétt.
Þar er ég ósammála. Þegar svona atburður gerist og tjónið er svo mikið að þurfi að reisa frá grunni á ný ætti að líta á það sem tækifæri. Það vantar allt í miðbæ Reykjavíkur sem gerir hann að miðbæ. Því ekki að kaupa lóðirnar (ríki og/eða borg) og byggja t.d. nýtt stjórnarráð og hafa pláss fyrir öll ráðuneyti og stjórnsýslu landsins í einu þrjátíu hæða húsi?
Síðan mætti byggja glerþak yfir Austurstræti og tengja bygginguna við Alþingishúsið og Ráðhúsið með skemmtilegum hætti. Bílastæðahús yrði að sjálfsögðu undir húsinu og leysti þannig mikinn vanda á þessu svæði. Húsið yrði gert mjög öruggt og brynvarið á alla kanta. Þannig stuðlum við að hámarksöryggi ráðamanna.
Vð Íslendingar verðum að fara að hugsa okkur upp úr moldinni. Gerum Reykjavík að alvöru borg með hjartað á réttum stað.
Borgarstjóri: Þetta er mjög döpur stund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Athugasemdir
Loksins brunnu þessi ógeðslegu kofaræksni. Ég er mjög svo fyrir verndun menningarverðmæta, en ekki menningarskammar. Húrra ! að þessir helv... kofar fá loksins að fjúka.
Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:30
Ég hef engan áhuga á að sjá eitthvað risastórt glerhýsi sem passar engan vegin inn í umhverfið. Ég sé eki hvernig nýtt stjórnarráð( sérstaklega þar sem það gamla er mjög flott) gerir Reykjavík að meiri borg.
Mér fannst þessi hús vera tvö af þeim flottari í miðborginni og vill þau aftur nís sömu mynd
Ingimar B. Sverrisson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:36
Ef eitthvað brotnar hjá mér er það ónýtt fyrir mér. Maður fær aldrei það sama aftur. Held að þetta sé stórkostlegt tækifæri til uppbyggingar enda þegar búið að fjarlægja Lækjargötuna í sinni gömlu mynd.
Vilborg Traustadóttir, 18.4.2007 kl. 22:16
Viljið þið í alvörunni fá 30 hæða hús þarna sem myndi gnæfa yfir allt, af hverju ekki að nýta þetta í eitthvað menningarlegt. Gefa ungu fólki hús fyrir tónleikaaðstöðu, stað sem ekki er selt áfengi og yngri en 20 ára mega koma og halda tónleika, listasýningar, sitja á kaffihúsi með kakóbolla eftir klukkan 20 án þess að eiga á hættu að vera rekin út með skömm. Hvernig væri það?!
berglind (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 22:23
Þegar gömul virðuleg hús eru notuð sem skemmtistaðir þá hverfur sálin úr þeim, ég er ekki í minnsta vafa um að Reykjavíkurborg hefur ítök til að haga útliti nýs hús í samræmi við þau sem fyrir eru.
Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 23:32
30 hæða glerhýsi er algert bull. Að reisa húsin aftur eins og þau voru er líka algert bull.
Það sem á að gera í þessari stöðu er vissulega að nýta tækifærið en hinsvegar verður að vanda til verka. Best færi að reisa 6 hæða hús í nýklassískum stíl í líkingu við byggingu Guðjóns Samúelssonar þar sem apótekið er til húsa. Flott væri að byggja samfellt í sömu hæð frá brunagafli Iðuhússins og upp að brunagafli Pennans Eymundssonar. Þannig myndi nást samfelld götumynd með mikilli nýtingu í ætt við evrópskar stórborgir. Fyrsta hæð fyrir verslun og þjónustu. Næstu fjórar fyrir íbúðir og skrifstofur og efsta hæð fyrir ris.
Þannig náum við að nýta tækifærið.
Hvorki afturhald (að reisa skúrana aftur) eða framúrstefna (30 hæða glerhýsi )heldur smekkleg skynsemi.
Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 00:02
Það getur margt rúmast innan veggja hárra húsa. Bæði menning og stjórnsýsla. Bara hafa þetta skemmtilegt. Það er alltaf rok og kalt þarna þannig að um að gera að gera þetta hlýlegt og flott með góðu skjóli. Og umfram allt nógu STÓRT!
Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 00:04
Einhver keypti víst allan reitinn nýlega. Áhugi hefur verið fyrir því að fá að rífa eða flytja þessi gömlu hús og byggja ný og stærri...enda lóðin mjög verðmæt...- en leyfi ekki fengist. Ef húsin eyðileggjast í bruna má byggja stæri hús...= gróði. Lóðin er gífurlega verðmæt. Ótrúleg tilviljun? Reiknið nú út.
Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 00:29
Úps! Ekki benda á mig.
Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 00:50
30 hæða glerhýsi er algert bull. Að reisa húsin aftur eins og þau voru er líka algert bull.
Það sem á að gera í þessari stöðu er vissulega að nýta tækifærið en hinsvegar verður að vanda til verka. Best færi að reisa 6 hæða hús í nýklassískum stíl í líkingu við byggingu Guðjóns Samúelssonar þar sem apótekið er til húsa. Flott væri að byggja samfellt í sömu hæð frá brunagafli Iðuhússins og upp að brunagafli Pennans Eymundssonar. Þannig myndi nást samfelld götumynd með mikilli nýtingu í ætt við evrópskar stórborgir. Fyrsta hæð fyrir verslun og þjónustu. Næstu fjórar fyrir íbúðir og skrifstofur og efsta hæð fyrir ris.
Þannig náum við að nýta tækifærið.
Hvorki afturhald (að reisa skúrana aftur) eða framúrstefna (30 hæða glerhýsi )heldur smekkleg skynsemi.
Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 01:01
Það er reyndar ekki talað um 30 hæða glerhýsi í pistli mínum heldur þrjátíu hæða hús. Sett fram sem umræðugrundvöllur. Ég er alveg til í að lækka það aðeins en umfram allt missum ekki þetta tækifæri til uppbyggingar. Glerið sem ég minntist á var glerþak yfir Austurstrærti. Endurbyggjum svo bara hin húsin á Árbæjarsafni þar sem þau myndu njóta sín vel.
Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.