Smá upprifjun á speki lífsins!

 Úr svörum og ritgerðum nemenda: 
 -
Aðaleinkenni hesta er að vera sífellt á kappreiðum. 
 - 
Ígulker teljast til skólpdýra. Þau ganga á prjónum. 
 -
 Mörg dýr eru með heitt blóð, en í öðrum er það frosið.
 -
Eva fæddist strax á eftir Adam. Því er sagt að Adam hafi ekki verið lengi í París.
 -
Á tímum landafundanna miklu urðu miklar framfarir í kortagerð enda þurfti góð kort svo að löndin lentu ekki hvert ofan á öðru.
 -
Grasekkjumaður er ekkill sem þjáist af heymæði. 
 -
Hæsta fjall á Íslandi ber nafnið Hvannadalshrúgur. 
 -
Í ástandinu lögðust íslenskar konur mjög lágt en þó ekki með öllum. 
 -
Helstu hlunnindi í sveitum eru sturta og sjónvarp.  
 -
Úr svari á prófi í kristnum fræðum í 7. bekk: "Á hvítasunnudag sendi Jesú lærisveinum sínum heilan anda."
 -
Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?" Eitt svarið var á svofelldan hátt: "Að nokkrar mæður eigi sama barnið." 
 -
Úr líffræðiprófi í 6. bekk: "Hvers vegna eru reykingamenn yfirleitt hand- og fótkaldari en það fólk sem ekki reykir?" Einn svaraði: "Reykingamenn eru með kalt blóð."Annar svaraði: "Reykingamenn þurfa svo oft að standa úti við reykingar." 
 -
Gídeonmenn voru í heimsókn í skólanum og einn þeirra lagði út af orðunum: "Hvernig getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?"Þetta er tilvitnun í Nýja testamentið, sem þeir Gídeonmenn voru að gefa öllum 5. bekkingum og var ekki ætlunin að nemendurnir legðu þarna eitthvað til málanna. Einn guttinn stóðst þó ekki mátið og sagði: "Með því að reykspóla ekki." 
 -
Kennari í barnaskóla var einhverju sinni að hlýða pilti yfir Faðirvorið.
Sjálfsagt hefur stráknum legið reiðinnar býsn á, því undir lok bænarinnarmátti heyra hann segja; "eigi leið þú oss ífreistni, heldur frelsa oss íhvelli." 
 -
Úr málfræðiprófi í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla; Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslu einu nafni ?Eitt svar var;"Sýslumenn"Annað var;  "Húnvettlingar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband