"Pick up" lína

"Pick up" línan mín í dag var, "ertu að bíða eftir strætó?"  Ég ók framhjá strætóskýli og þar var minn góði taugalæknir John Benedikz.  Ég tók hann upp í og skutlaði honum vestur í bæ.  Við ræddum margt eins og jafnan þegar við hittumst sem er allt of sjaldan.  Þó rifjast gjarnan upp fyrir mér hver gríðarlegum dónaskap og grimmd þessi öðlingur var beittur eftir "hallarbyltingu" í MS-félaginu 2003.  Hann hefur helgað sig því félagi lungað úr sinni starfsævi.  Þegar ég tók við sem formaður árið 1998, eftir stjórnarsetu í nokkur ár höfðum við byggt dagvist fyrir MS-sjúklinga sem var rekin á hans ábyrgð frá upphafi.  Hann þáði aldrei laun frá MS-félaginu fyrir sín störf.
Ippa netm
Gerður Gunnarsdóttir og John Benedikz
við afhjúpun listaverksins Stoð eftir Gerði.
-
 Við byggðum síðan göngudeild við húsnæði félagsins sem var opnuð  og rekin í þrjú ár með John sem lækni allra MS-sjúklinga sem þurftu á lækni að halda fljótt.  Þegar við stóðum í samningum við Heilbrigðisráðuneytið um að tryggja framtíð þeirrar göngudeildar með góðu aðgengi að læknum sem helguðu sig MS-sjúkdómnum kaus núverandi framkvæmdastjóri dagvistarinnar Þuríður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, að etja sjúklingum sínum fyrir sinn hagsmunavagn.  Hún hafði verið með í allri þessari uppbyggingu og kaus að stíga af lestinni en vann svo gegn MS-félaginu bak við tjöldin að því að gera fyrrnefnda "hallarbyltingu".   "Hallarbyltingin" gekk eftir, ég og fleira gott fólk hvarf frá MS-félaginu en þau sem tóku við létu það verða sitt fyrsta verk að loka göngudeildinni og reka John Benedikz frá MS-félaginu. 
 -
 Nú er verið að byggja við dagvistina, bæta aðstöðu starfsfólks og gera reykherbergi. Á sama tíma rekur stjórnin Sverri Bergmann lækni frá MS-félaginu en hann hafði sinnt sínum sjúklingum í herbergi Johns frá því John var rekinn.  John sagði við mig í dag í fyrsta sinn eftir allt þetta.  Þau fóru mjög illa með okkur, það var ómannlegt hvernig þau komu fram!  Við kvöddumst svo glöð í sinni og ánægð með það hve lítið við erum að spá í þessi mál í dag.  Ég fór nú samt að hugsa í framhaldinu hvílík vitleysa er í gangi og hve mikilli þekkingu var hreinlega fleygt frá MS félaginu með John.  Fyrir utan það að góður læknir eins og Guðrún Rósa taugalæknir, steinhætti við að þiggja starf hjá dagvist og félagi eftir að hún komst að sannleikanum í málinu.  Það var nefnilega logið að henni að John hefði hætt fyrir aldurs sakir en ekki sagt að hann hefði verið rekinn.
 -
 Ég heyrði viðtal við formanninn Sigurbjörgu Ármannsdóttur nýlega þar sem hún lofaði aukinn stuðning bankanna og auðmanna við líknarfélögin.  Hún sagði það gera það að verkum að félögin þyrftu ekki að leggja eins hart að sér við frjáröflun og að verkefni MS-félagsins yrðu "metnaðarfyllri"?  Ég veit ekki hvar metnaður Sigurbjargar liggur? Lokar göngudeild fyrir alla MS sjúklinga, rekur læknana frá störfum og kórónar svo allt með því að byggja reykherbergi við dagvistina fyrir þá fáu sjúklinga sem enn reykja? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband