mið. 11.4.2007
Bjartur dagur
Bjartur dagur hér syðra. Sól og vor í lofti. Hef verið upptekin í barnapössun í dag. Góðir strákar og ótrúlega gaman að hafa þá hjá sér. Kristján Andri ristarbrotnaði um páskana og er því ekki farin að vera á leikskólanum eftir slysið. Ég var að hugsa það hve ótrúleg aðlögunarhæfni okkar er. Hann skríður bara þangað sem hann vill fara því hann stígur ekki enn í fótinn sem er í gifsi. Einstaka sinnum bað hann mig um aðstoð við að komast upp í stól eða sófa. Slysið vildi þannig til að hann fékk eldavélina heima hjá sér yfir sig þar sem hann var að príla upp á ofnhurðina. Slysagildrurnar leynast víða og hlutirnir ekki lengi að gerast. "Varlega amma" sagði hann við mig í dag þegar við kvöddumst.
Þessi elska.
Athugasemdir
Ohhh þessir gormar.. hugsa sér og Raggi og Siggi litlu strákarnir 17 í dag, sjáðu myndirnar af þeim hér
Herdís Sigurjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:31
Þú ert enn að blogga þarna!
Vilborg Traustadóttir, 11.4.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.