Ný bloggvinkona Mallah

Málfríður Hafdís Ægisdóttir er nýjasta bloggvinkona mín.  Leiðir okkar Möllu hafa legið saman áður á lífsleiðinni.  Ég þekki hana að heiðarleika og jákvæðni.   Malla er Austfirðingur  búsett á Fáskrúðsfirði.  Helsta baráttumál hennar í dag eru ný Norðfjarðargöng Wink.  Ég tek undir það að þau göng ásamt Strákagöngum við Siglufjörð eru börn síns tíma.  Miðað við ný göng eins og Héðinsfjarðargöng ætti það ekki að vera fjarri lagi að fara allan hringinn og lagfæra þau sem fyrir eru eða gera ný.  M.a.s. Hvalfjarðagöngin eru of afkastalítil á álagstímum.   Hvað um það Malla er skelegg í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur.  Hún sér jafnan jákvæðar leiðir að markmiðum.  Það er kostur. Það er mikill kostur.Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Malla er heljartöffari.  Var mikill jaxl sem unglingur fyrir of löngu síðan á Eiðum og sýnist af bloggsíðu hennar að jaxlinn lifi góðu lífi.  Svona ef að Malla dettur inn á þennan link aftur vill ég ólmur tengja mig við Vilborgu móðursystur mína, sem hefur jaxlast í gegnum mikla baráttu og ég er stoltur af að eiga sem frænku.

Svo er ekki nokkur spurning að Fáskrúðsfjarðargöng eru góð fjárfesting.  Það er í raun með ólíkindum - núna - að ég er sannfærður um það að ef ég storma aftur austur, sem er alls ekki útilokað, teldi ég Fáskrúðsfjörð flottasta kostinn þar.  Lygn og fallegur fjörður, búið að taka þar vel til, flott göng og ekki þarf að horfa á álverið.

Fleiri göng.

Magnús Þór Jónsson, 10.4.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já, þessi göng, sem og fleiri, styð ég heilshugar.

Ragnar Bjarnason, 10.4.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman að heyra í ykkur.  Já Maggi við Malla erum bara nokkuð seigar.  Ég er sammála ykkur um jarðgöngin, nema hvað þau hefðu átt að koma fyrir 30 árum til að auka skilvirkni í þjónustu milli staða úti á landi.  Full seint í rassinn gripið þegar færri eru eftir á landsbyggðinni.  Vonandi gerir það samt gagn að gera göngin um Héðinsfjörð en dýrt er það!

Vilborg Traustadóttir, 10.4.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband