Augar fyrir auga - tönn fyrir tönn

  Íbúalýðræði hefur verið mikið í umræðunni eftir frækilega framgöngu Lúðvíks “hins hugumdeiga” eins og viðurnefni hans væri vísast á máli Sturlunga.  Sturlungar stunduðu einmitt íbúalýðræði út í ystu æsar.  Þeir hjuggu mann og annan vegna þess einfaldlega að þeim datt ekkert annað ráð í hug til að leysa brýn vandamál.  Sturlungar flúðu Norska "lýðræðið" sem þá var Noregskonungur og settu á stofn virkt íbúalýðræði á Íslandi.  Sturlungar söfnuð liði þegar á þurfti að halda og riðu um héruð til að réttlætið næði fram að ganga eða bara til að ná yfirráðum hver yfir annars landsspildum. Þeim var ekkert heilagt og heilu fjölskyldurnar börðust innbyrðis uns blóð flæddi.  Þeir brugguðu hver öðrum banaráð og enginn var annars bróðir í leik.  Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
 -  
 Því er þó ekki að neita að íbúalýðræði á Sturlungaöld var MJÖG SKILVIRKT.  Vandamálin voru leist á staðnum og hurfu reyndar oftsinnis af yfirborði jarðar með einu höggi - í herðar niður.  Hvort Víkingasafnið í Hafnarfirði hefur þau áhrif að bæjarstjórnin þar í bæ greip til lýðræðistilburða Sturlunga í álversmálinu skal ósagt látið.  Bæjarbúar hafa nú útkljáð málið á sársaukafullan hátt og án nauðsynlegra upplýsinga frá bæjaryfirvöldum.  Þeir hafa slátrað gullgæsinni.  Ja nema hvað þetta var allt í plati?  Álverið getur stækkað – þrátt fyrir sársaukafullar orrustur innan fjölskyldna þar sem enginn var annars bróðir í leik.  Ekki fremur en á Sturlungaöld.  Hitt er svo það að opinbert skoðanaleysi bæjaryfirvalda verður seint rakið til Sturlunga sem aldrei lágu á skoðunum sínum.  
 -
 Því er næsta spurning hvort íbúalýðræði í kosningum til bæjarfulltrúa Hafnarfjarðar eftir þrjú ár skili réttlátir málsmeðferð í anda Sturlunga?  Jafnvel hvort það nær fram að ganga í Alþingiskosningunum í vor.  - Eitt er víst að mér hugnast ekki Sturlungalýðræði þeirra Hafnfirðinga og frábið mér það á landsvísu.  Sturlungaöld er liðin. 
Er það ekki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Jú ég hef staðið í þeirri meiningu að Sturlungaöldin sé liðin. Að vísu er talað um að sagan endurtaki sig

Ragnar Bjarnason, 10.4.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband