Gleðilega páska

TrúPáskadagur fagur runninn upp. Nokkuð þokukenndur til að byrja með í höfuborginni en er að birta til.  Sólin virðist ætla að koma boðskap páskanna til jarðar.  Trúin á lífið nær í gegn og birtan er táknræn fyrir lífið.
Ég sit ein við tölvuna og það er dálítið skrýtin tilfinning.  Undanfarna páska hef ég verið þátttakandi í mjög skemmtilegri hefð sem tengdaforeldrar mínir hafa haft í heiðri frá því þau bjuggu í Danmörku á námsárum sínum.
Fjölskyldan hefur komið saman að morgni páskadags og snætt morgunverð, opnað páskaegg, lesið málshætti og síðan oftast hellt sér í hangiketið saman.
Helga sem tók við hefðinni þegar tengdaforeldrar ákváðu að vera ekki lengur með páskaboðið er í Noregi.  Svo nú er hún Snorrabúð stekkur.  
Hér munum við þó hittast kl. 12.00 nokkur úr nær-fjölskyldu okkar og borða hangikjöt.  Opna páskaegg og lesa málshætti.  Allt í minimalískri mynd því hluti af okkar nær-fjölskyldu er einnig erlendis og allt að því erlendis.Smile
Gleðilega páska nær og fjær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þú ert einn af þeim sem býr allt að því erlendis - Njarðvík er svo nálægt alþjóðaflugvelli.

Vilborg Traustadóttir, 9.4.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gleðilega páska öll . Búið að vera ánægjulegt hér hjá okkur, en alltof fljótt að líða eins og alltaf í góðu fríi. Heyrumst sem fyrst. Magga systir. Var að blogga smá, láttu ekki líða yfir þig...:) Kveðja frá Akur....

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.4.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband