lau. 7.4.2007
Innkaup
Eftir föstuna í gær sem tókst bærilega vel ætla ég nú að skella mér í smá innkaup. Það vantar eitthvað smálegt - eins og gengur. Mér líður afar vel eftir daginn í gær sem leið árfam í ró og afslöppun. Það er gott að taka einn dag í viku og hreinsa líkamann af aukaefnum sem safnast óhjákvæmilega í hann. Ég fann alveg hvernig líkaminn tók við sér og setti hreinsikerfið í gang. Ótrúlegt hvað maður hefur verið sofandi fyrir því gegn um árin að halda sér góðum með hollu og heilnæmu matarræði. Ég hef þó einnig verið á ger og sykurlausu fæði í nokkur ár og mér líður vel á því. Þetta er þó enginn meinlætalifnaður. Ég finn hvað það virkar vel að taka einn dag í viku og borða eingöngu heilnæmt og hreinsandi fæði þann dag. Ávexti og grænmeti.
-
Það er rigning í höfuðborginni en ósköp meinlætislegt veður eins og er.
Ég er ánægð með X-faktorinn og finnst Jógvan æði. Hara systurnar líka og aðrir þátttakendur á undan þeim góðir. Skil ekki hvernig þetta fólk stenst álagið. Hljóta að borða hollt! Gleðilega páska.
Athugasemdir
Færeyingar borða skerpukjöt.
Vilborg Traustadóttir, 7.4.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.