Föstudagurinn langi

section_img_library Í dag ætla ég að fasta.  Ég lærði þá kúnst á heilsuhæli í Póllandi og fann hve gott ég hef af því. Í Póllandi er kaþólsk trú og þar þykir ekkert tiltökumál að fasta.  Alla vega ekki á hælinu þar sem við vorum.  Fastan þar er þó ekki byggð á trúarlegum grunni heldur læknisfræðilegum.  Sá trúarlegi gerir þetta bara eðlilegra.  Ég er að tala um grænmetis og ávaxta föstu.  Við vorum tvær vikur á sérstöku fæði sem inniheldur 500 hitaeiningar á dag. Árangurinn skilaði sér í bættri líkamsstarfsemi, mýkri húð, verkir hurfu (í mínu tilfelli liðverkir og verkir frá stoðkerfi), hugurinn kyrrðist og öll líðan hefur fengið “samhljóm” ef svo má segja.
-
 Pólsku læknarnir byggja nefnilega á því náttúrulögmáli að þegar sjúkdómar herja á er fastan leið líkamans til að laga stöðuna.  Leiðrétta það sem aflaga hefur farið.  Þeir segja “þegar dýrin veikjast hætta þau að borða”.  Hljómar rökrétt og hefur reynst vel gegn um aldirnar. Síðan ég kom heim 21. janúar s.l. hef ég tekið einn dag í viku og neytt eingöngu þessa fæðis. Í dag ætla ég einungis að drekka grænmetis og ávaxtasafa.  Einnig jurtate og vatn.  Hugleiða og biðja.  Föstur og bænahald hafa beinan heilsusamlegan tilgang.  Tengja saman líkama og sál.
-
 Mér fannst heillandi að kynnast öðrum læknisfræðilegum heimi en þeim vestræna heimi sem við þekkjum..  Við höfum tilhneigingu til að hefja okkur upp og líta niður til þeirra sem ganga ekki okkar götu – skilyrðislaust.  Í austurblokkinni er læknanámið öðruvísi uppbyggt en hjá okkur. Þar er byggt á gömlum merg og það sem gagnast hefur vel gegn um aldirnar er kennt.  Þar er kennd slökun og samræming líkama og sálar.  Þar er borin virðing fyrir reynslu forfeðra okkar og byggt á henni inn í framtíðina.  Þar er engu sem nýst hefur vel hent út.  
-
 Í austurblokkinni sem er á hraðri leið til okkar er einnig kennd næringarfræði. Það er ekki gert hér en þarna á ég við í læknisfræðináminu.  Þegar ég leiði hugann að því finnst mér undarlegt að kenna verðandi læknum ekki næringarfræði........og slökun?  Sem er undirstaða að góðri heilsu.  Þú ert það sem þú borðar og hugsar. 
-
 Hugsanlega og ef í harðbakkana slær fæ ég mér epli.  Epli eru nefnilega mjög hreinsandi.  Næringarfræðingurinn pólski sagði “an appel a day, keeps the doctors away”.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Emil til Póllands-strax.

Vilborg Traustadóttir, 6.4.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

var einmitt að velta því fyrir mér hvort allt kjöttalið hjá Emil væri að fara svona illa í þig

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.4.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Bla bla bla......  Þú ert nú ekkert að spara minn kæri, ís hér og sjoppumatur þar  .  Gætir auðveldlega farið ef þú hefur áhuga.   Áhugann vantar bara hjá þér af einhverjum ástæðum!!!Þau þarna úti ná gríðarlegum árangri með áunna sykursýki b.t.w.

Vilborg Traustadóttir, 7.4.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband