Pæling

 

Ég fann mig ekki

þarna á fundinum

en ég fann þig.

 

Þvert á móti.

 

Öllum lögmálum

og skynsemi

voru takmörk sett.

 

Þú  sem varst

svo róleg

og yfirveguð.

 

Án alls æsings

utan velsæmismarka.

Án hroka

og fordóma.

 

Þú sem varst

svo....finnanleg.

 

Hvar var ég?

 

Ég fann mig ekki?

 

          Vilborg Traustadóttir 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband