Ekki Hafnarfjarðar-farsann - TAKK.

 Ég á yndislegt frændfólk og vini í Hafnarfirði.  Ég veit ekki hvað það kaus í “álverskosningunni” og ég ætla ekki að spyrja þau um það. Ég  og Solla systir vorum áðan í heimsókn hjá mömmu og pabba sem búa í Reykjavík eins og ég.  Við erum ekki sammála um tilhögun mála í þessu dæmalausa máli.  Við Solla höldum fram að ábyrgðin sé kjörinna fulltrúa en mamma og pabbi aftur á móti eru ánægð með framkvæmd og niðurstöðu mála.  Eftir dálítið þref og þvarg gat ég ekki á mér setið.  Ég sagði mikið er ég fegin að við búum ekki í Hafnarfirði.  Þar hafa kjörnir fulltrúar algerlega brugðist umbjóðendum sínum.  Velt vandamálum sem þeim ber að leysa yfir á bæjarbúa.  Klofið þannig heilu fjölskyldurnar og kostað borgarastríð meðal Hafnfirðinga.  Fólk grætur hvað undan öðru og sárindi sem aldrei gróa um heilt hafa myndast.  Fyrst við sem ekki búum þarna getum verið svona “vond” hvert út í annað hvað þá með þá sem lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að berjast - með hnúum og hnefum?  Gegn eða með einu fyrirtæki í bænum sem mjög margir (fjölskyldur og vinir) byggja afkomu sína á?  Fyrirtæki sem hefur keypt lóð af bænum, fengið starfsleyfi og hefur unnið ötullega að fyrirhugaðri stækkun undanfarin átta ár.  Þvílíkt ótrúverðugt sem Ísland er oðið í augum annara þjóða.  Í augum fjárfesta.  Bananalýðveldi!  Það tekur nefnilega tíma að vinna upp trúnað og traust.  Því var kastað fyrir róða á einu bretti af óskynsömum meirihluta sem á greinilega ekkert erindi í bæjarstjórn Hafnarfjarðr.  Traust verður aldrei keypt fyrir peninga eins og því miður sumir virðast halda.  Íslendingar verða að skerpa reglur um íbúalýðræði og minnka svigrúm lýðræðislega kjörinna fulltrúa á að sýna þann heigulshátt sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar sýndi í þessu “farsakennda” máli.  Vanhæfi stjórnenda á ekki að bitna á öðrum en þeim sjálfum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Mikið til í því.

Ragnar Bjarnason, 2.4.2007 kl. 13:48

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

þetta hefur verið hressileg heimsókn

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.4.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já mjög hressileg.  Svo kom fram í máli bæjarstjóra Hafnarfjarðar í fréttum í kvöld að þessi kosning var öll í plati. Álverið getur stækkað umtalsvert þrátt fyrir 88 nei-in.  Af hverju "ropaði" hann því ekki upp úr sér fyrir kosninguna?

Vilborg Traustadóttir, 2.4.2007 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband