Ein í Pólskum skógi

 

Trén - teinrétt.

vindurinn sveigir þau.

Sólin gægist niður.Pólland 061

 

Ég sé net myndast

úr greinum trjánna

og möskvarnir ná til mín.

 

Veiða mig,

fara með mig til himna

og heim.

 

Ég svíf örugg

í örmum trjánna

og allt er gott...

 

...ein í pólskum skógi.

 

 

        Höf:  Vilborg Traustadóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband