Í nóttinni

 

Í nóttinni

heyri ég

hlátur og flaut.

 

Bílflaut og hlátur.

 

Ljósin í gluggunum

fjarlægjast daginn.

 

Af tæknilegum ástæðum

sem enginn skilur

dofnar yfir borginni

og bæjunum allt í kring.

 

Ætli hláturinn

og vel að merkja

bílflautið.

 

Veki athygli

tæknimannanna

á vandamálinu?

 

          Höf:  Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband