fös. 30.3.2007
Ljóð og myndir
Vinkona mín bað mig að útskýra ljóðin mín á síðunni. Þ.e. hvenær þau urðu til og af hvaða tilefni. Ég sagði við hana að það væri næstum eins og útskýra hvar og hvenær börnin mín urðu til. Ljóð geta nefnilega verið mjög persónuleg. Þó hef ég nú stundum brugðið mér í "skötulíki" og ort í annarra spor. Mér finnst og gott að taka á ýmsum vanköntum og fordómum í sjálfri mér með ljóðagerð. Vanlíðan og gleði eru mér líka uppspretta mikillar andargiftar eins og sést í sumum ljóðanna. Mörg ljóðin mín "koma bara til mín" og vilja ekki fara fyrr en ég hef skellt þeim á blað. Nú er ég að feta mig áfram að mála og er byrjuð að leika mér með vatnsliti. Myndirnar "koma til mín" líkt og ljóðin. Til dæmis settist ég niður um daginn og ætlaði að mála ísbjörn. Þegar ég stóð upp tveim tímum seinna var hundur á blaðinu! Þessi líka fallegi íslenski hundur með hringað skott og allt. Hvernig hann komst á blaðið er mér hulin ráðgáta. Hundurinn er nú á leið í ramma ásamt "Álfasteinsseríunni" minni. Hann endaði nefnilega í þeim geira. Fer svo upp á vegg í herbergi barnabarnanna. Eins gott að hundurinn "varð ofan á". Strákarnir verða þá síður óttaslegnir þegar þeir leggjast á koddan að horfa á hann í stað ísbjarnarins ógurlega.
Nei ekki biðja mig um að útskýra neitt í þessum efnum, ég get það ekki.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Athugasemdir
Ragnar Bjarnason, 30.3.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.