Fjölskyldumyndir

Upp um alla veggi

eru fjölskyldumyndir.

Andlit margra, margvísleg

minna á gamlar syndir.

Þetta 'eru fjölskyldur ferðra minna

festar á veggi niðja sinna.

 

Þær eru líka af barnabörnunum

brosandi glöðum,

Systrum bræðrum, frændum,frænkum

í fallegum röðum.

Já þetta 'eru hálfgerðir fjölskyldufundir

með flugnaskít undir.

 

 

         Höf:  Vilborg Traustadóttir

Ath: Til gamanas má geta þess að þetta er ljóð nr 51 eftir mig hér á bloggsíðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já kerling þú veist hvað þú hefur að gera næstu árin , eitt ljóð á dag

Herdís Sigurjónsdóttir, 30.3.2007 kl. 08:10

2 identicon

Man eftir þessu. Skemmtilegt.....ekki byrjuð á bókarkápunni.....bíð eftir að þið komið...Magga systir

Magga (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þú getur nú alveg byrjað að ryðja á blað.  Taktu bara ljóðin og fáðu smá innblástur og BANG! Myndirnar koma á færibandi..............

Vilborg Traustadóttir, 30.3.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband