fim. 29.3.2007
Ljósið
Ég sá góða umfjöllun í Kastljósinu um Ljósið sem er stuðningsfélag við krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra. Við Solla systir og Lucy dóttir Sollu höfum farið í leirgerð hjá Ljósinu. Það er mjög gefandi að skapa og gaman að sjá hvað kemur út úr því sem maður er að "bögglast" við. Við vorum þar í dag og máluðum leirskálar og kertastjaka fyrir brennslu og verður það tilbúnið eftir helgina. Það er gríðarlega mikil og góð starfsemi hjá Ljósinu. Það hefur hjálpað okkur mikið að fá að vinna saman á erfiðum tímum en Solla systir hefur nýlokið lyfjameðferð við krabbameini. Það er gott að hitta aðra í sömu eða svipuðum sporum og dreifa huganum við skemmtileg störf. Það vekur góðar tilfinningar að skapa og það gefur von að búa til fallega hluti til að njóta síðar. Þetta starf er ómetanlegt og til marks um nauðsyn þess varð að skipta leirgerðarhópnum niður á tvo daga í vikunni. Svo mikil er aðsóknin að plássið er sprungið utan af starfseminni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.