fim. 22.3.2007
ÞAÐ LÆRA BÖRN SEM ÞAU BÚA VIÐ
Það barn sem býr við hnjóð, lærir að fordæma.
Það barn sem býr við hörku, lærir fólsku.
Það barn sem býr við aðhlátur, lærir einurðarleysi.
Það barn sem býr við ásakanir, lærir sektarkennd.
Það barn sem býr við mildi, lærir þolgæði.
Það barn sem býr við örvun, lærir sjálfstraust.
Það barn sem býr við hrós, lærir að viðurkenna.
Það barn sem býr við réttlæti, lærir sanngirni.
Það barn sem býr við öryggi, lærir kjark.
Það barn sem býr við skilning, lærir að una sínu.
Það barn sem býr við alúð og vináttu, lærir að elska.
------------
Mér finnst þetta aldrei of oft rifjað upp. Í hraða nútímasamtélagsins ættum við að gera það að vana að setjast niður og fara yfir daginn. Rifja upp þessar einföldu staðreyndir. Verðmæti framtíðarinnar eru í okkar höndum. NÚNA, ekki á eftir eða einhvern tíma seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk
Herdís Sigurjónsdóttir, 23.3.2007 kl. 14:30
Alveg rétt hjá þér vinkona. ,,góð vísa er sjaldan of oft kveðin".. og það passar vel við þessa færslu þína. knús til þín. Og líka takk fyrir fallegu ljóðin þín og myndirnar...ég held hreinlega að það hafi opnast fyrir listrænugypjuna þína þarna í Póllandi
Agný, 24.3.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.