Handan götunnar

Handan götunnar

hafin yfir

þökin.

 

Þarna uppi

lágskýjuð nóttin

bregður sér

í líki lostans.

 

Létt og nett

lifnar hún

í berfættu tómi.

 

Bak við sólina

sofa skýin,

ljúfsáru regni

leka þau

 

á stéttina

handan götunnar.

 

Stéttina

staðbundna.

 

    Höf:  Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband