Martröð

 

Skríkjur og læti

ófriðlega

er látið.

 

Það dimmir,

þungi,

þögnin köld.

 

Barist um

beðist griða,

hjartsláttur.

 

Hlaup, flótti,

æst augu

standa á stilkum.

 

Berir færur,

blóðrisa

í mölinni.

 

Mynd sem hverfur,

Kemur, fer,

sviti, söknuður.

 

Tunglið á lofti,

lýsir mér,

sýnir mér myndir

sem ég sá ekki fyrr.

 

Merlandi birta

á djúpum firði,

endurkastar áskorun

um frið.

 

Fölleitur skuggi

fallvaltrar gæfu

eltist við draum

án martraðar.

   Höf:  Vilborg Traustadóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband