þri. 20.3.2007
Samfélag á Ströndum
Ég er svo heppin að eiga rætur mínar að rekja norður á Strandir. Það er blómstrandi sveitamenning eins og hún gerist best. Þar sem maður er manns gaman þar er gaman að vera. Við förum á hverju sumri og dveljum í húsinu okkar á Djúpuvík í lengri eða skemmri tíma. Það er gaman að sjá hvað yngstu meðlimir fjölskyldunnar fíla veruna þar í botn.
Í Árneshreppi eru menn skilgreindir eftir búsetu þar og lengd viðveru. Við fjölskyldan lögðum leið okkar norður í Ófeigsfjörð eitt sumarið.
Þar var okkur tekið sem höfðingjum og farið með okkur í skoðunarferð um landareignina. Jafnframt fengum við glögga lýsingu Péturs bónda í Ófeigsfirði á því hvernig heimamenn skilgreina hvern annan. Hrifsarar eru menn eins og Pétur í Ófeigsfirði, Drangamenn o.fl. sem koma á Strandir norður árla vors og hrifsa til sín landsins gæði eins og rekavið, æðardún, seli o.fl og halda síðan til vetursetu annars staðar og hafa með sér fenginn. Búi er framsóknarmaður sem jafnframt stundar kvikfjárrækt. Búar hafa vetursetu í Árneshreppi og búa þar búi sínu.
Okkur fannst þessi útlistun góð hjá Pétri og vildum nú vita hvað við flokkuðumst undir sem kæmum bara til að vera og njóta. Þið sagði Pétur eruð umrenningar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aha, við "umrenningarnir" Góðir með sig á Ströndum norður. Magga systir
Hulda Margrét Traustadóttir, 20.3.2007 kl. 14:47
he he
..... kalla þeir vegagerðarmenn á heflum þá skafrenninga?
Ég hef alltaf sagt að við systkinin séum eins og við erum því við erum komin af Krossa og Kjarna í Eyjafirði...vondu fólki af Snæfellsnesi ...... og galdramönnum á Ströndum.
Herdís Sigurjónsdóttir, 20.3.2007 kl. 18:10
óskilasauð!!
Vilborg Traustadóttir, 20.3.2007 kl. 19:01
He he. Ég hef komist í kynni við strandafólk sem hefur verið hér í skóla og er allt saman snilldarlið. Góð saga.
Ragnar Bjarnason, 20.3.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.