Lok lok og leir

Nú þegar ég hef afgreitt bloggvini mína á færibandi og dælt inn ljóðum frá sokkabandsárum mínum ætti ég kannski að loka blogginu?  Hef ég eitthvað frekar fram að færa í flokki fólks sem hefur skoðanir á öllu mögulegu og ómögulegu?  Bloggaraflokknum?  Á ég að stunda hér ókeypis fréttaskýringar sem engin nennir að lesa?  Ja...meðan ég hef gaman af þessu og fyrst ég á enn nokkur ljóð óbirt, hvers vegna ekki? Fór í leirgerð í dag með Sollu systir, það var gaman.  Skálin mín sem var týnd í síðustu viku var fundin í dag.  Neita því ekki að það var dálítill “Túrillufílingur” að fara með hana heim.  Svona eins og þegar Túrilla lýsti hinu glæsilegu jólatré sem endaði svo sem blaðlaus hrísla þegar það kom á staðinn.  Skálin var nefnilega bæði stærri og flottari í minningunni.  Verst að ég var búin að láta það berast um frændgarðinn að jómfrúrstykkið hefði verið svo flott að það væri sennilega bara selt!  Æ - ég sting henni þá bara inn í skáp í fjölskylduboðum.  Svona til að forðast óþarfar athugasemdir.Blush

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki svona neikvæð Vilborg mín, það þýðir ekkert að gefast upp.  Sendi þér risastórt knús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

  takk

Vilborg Traustadóttir, 12.3.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Túrilluskálin þín er sjálfsagt bara flott. Skemmtileg samlíking. Ekkert svo að fela hana, ætti að fá heiðursess í stofunni þar sem hún er jómfrúarstykkið þitt í leirnum. Ég á disk sem var fyrsta stykkið mitt úr gleri og ég gerði úr afgöngum, siskurinn sá er ekkert afgerandi fallegur en ég er samt með hann uppi og tendra á honum ótal kertaljós þegar vel liggur á mér.

Og ekkert svona Loka síðunni, við erum rétt að byrja. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.3.2007 kl. 08:13

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

sorry ætlaði að sjálfsögðu að segja diskurinn ekki siskurinn ! Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.3.2007 kl. 08:15

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég er loksins búin að ná að lesa allt sem ég missti úr í síðustu viku þegar ég var að taka út íslenska heilbrigðiskerfið og bið þig bara vel að lifa, hætta hvað ...ég hef ekki enn lesið neitt um Strandaferðirnar, Hornbjarg, Miðgarð   og og og .... en varðandi skálina..... ég er ekki frá því að þarna hafi vottað fyrir sviðalappasyndromi hjá þér...en Herdíska og er þegar allt var svo gott og fallegt í minningunni...en ég er viss um að skálin er flott...næst skora ég á þig að setja eitt fallegt ljóð eftir þig inn í skálina

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.3.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband