þri. 6.3.2007
Árneshreppsbúamót
Það var gaman um helgina. Mamma og pabbi höfðu partý til "upphitunar" fyrir Árneshreppsbúaballið. Það var komið saman og eldaður pottréttur og heimabakað brauð á boðstólum. Fjörið var svo mikið að fólk gleymdi að fara á ballið og einungis þau hörðustu í hópnum fóru á það. Það var sungið og trallað og ekki sparað að láta reyna á gítarkunnáttu viðstaddra.
Magga systir og hennar fylgifiskur, eiginmaðurinn José fóru á Árneshreppsbúamótið og skemmtu sér mjög vel þar.
Það sem eftir stendur er að ákveðið var, af yngri kynslóðinni, í kjölfar þessa vel heppnaða fagnaðar að hafa ættarmót á Sauðanesi næsta sumar. Við "ellismellirnir" mætum bara þar sem okkur verður sagt að mæta og höfum það að leiðarljósi að skemmta okkur og öllum hinum í leiðinni.
Hlakka til....................
Athugasemdir
Já, fyrstu viðbrögð komin frá Stellu, sem er til í að hafa samband við krakkana ásamt Drífu. Þetta verður bara frábært, enda gott að treysta fjölskylduböndin !! þau fara létt með það þessir frábæru krakkar að láta verða af þessu.
Áfram nú.
Magga
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.3.2007 kl. 14:13
Jamm..komið á fullt skrið að undirbúa..frábær hugmynd að gera þetta
Stella.
Stella (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 19:17
Jamm..komið á fullt skrið að undirbúa..frábær hugmynd að gera þetta
Stella.
Stella (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.