mán. 7.10.2013
Haustferð
Við hjónin skruppum til Djúpuvíkur um helgina ásamt elsta sonarsyninum. Við gerðum vetrarklárt og nutum þess að vera á staðnum. Nokkuð margt var í þorpinu en þó ekki eins og á sumrin þegar gist er í hverju húsi.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið í hellulögn og búið er að gera allt mun þægilegra og hefur vel tekist til. Einnig létum við leggja og ganga endanlega frá rafmagni. Mikið verður notalegt að koma í víkina þegar færi gefst, hitta fólkið og slaka. Ég tala nú ekki um að njóta barnakvaksins en strákarnir eru allir vitlausir í að vera þar og stunda sjóinn grimmt á litlum bátum.
Kuldalegt haustið sýndi okkur tennurnar og uppi á Veiðileysuhálsi á heimleiðinni lentu erlendir ferðamenn í ævintýri örugglega fyrir allan peninginn. Það var þröngt og þeir stoppuðu og festu bílinn. Við urðum að bakka upp á mel og Geir út að ýta. Allt hafðist þetta slysalaust sen betur fer. Ferðamennirnir urðu svo glaðir að þeir tóku mynd af Geir.
Í kuldanum kom á óvart að krækiber voru í góðu lagi neðan við snjólínu.
Það er gaman að líta við hér á blogginu og sjá hvað margir bloggvinir eru hér enn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.