mán. 19.2.2007
Bolludagur
Í dag er Bolludagur!
Ég fékk mér bollu.....bara eina í dag og bara eina í gær.
Ég er nýkomin úr detox í Póllandi. Ég var eins og bolla þegar ég fór 6. janúar s.l.
Þessi dagur er ágætur til að minna mig á það. Enda naut ég þess að borða bollurnar.
Ég var tvær vikur á heilsuhótelinu U Zbója í Golubie í Póllandi. Þar fengum við þá merkilegustu meðferð sem ég hef upplifað. Það var boðið upp á þrenns konar matseðil og ég tók eins og flestir grænmetis og ávaxtafæði. Til að gera langa sögu stutta svínvirkaði þetta á mig. Ég ákvað að taka allan pakkann.
Matarræði, læknisþjónusta, nudd, þjálfun (eins og ég treysti mér til), stólpípur (þrisvar), gufuböð, snyrtingu o.s.frv.
Matarræðið átti sérlega vel við mig. Ég fann strax að hreinsunin fór í gang á fyrsta degi.
Læknarnir voru fínir og ég treysti dr. Dabrowska fullkomlega fyrir meðferðinni. Hún er framúrskarandi læknir og sérfróð um málefnið enda er detox meðferðin í Póllandi þróuð af henni og samstarfsfólki hennar.
Starfsfólkið mjög duglegt og greiðvikið.
Nuddið var ólýsanlegt, greinilega fagmenn þar að verki. Það átti sinn þátt í meðferðinni og hve vel tókst til.
Ég fór út í skóg í morgunsárið og gerði teygjuæfingar með hópnum. Ég gekk í skóginum og fór í tækjasal sem var þarna. Ég fór í sund og sundleikfimi. Allt var þetta æðislegt.
Stólpípur voru framkvæmdar af lækni sem hefur sérhæft sig í þeirri meðferð. Einhvern veginn hafa þær orðið aðalatriðið í umræðunni hérlendis en úti eru þær bara einn liður í meðferðinni og eins og um aðra meðferð valdi ég sjálf hvort ég fór í þær eða ekki. Þær virkuðu fínt á mig og minn þandi ristill dróst saman. Nú sé ég brjóstin fyrir bumbunni;).
Gufan með serimóníum Jónínu Ben var alveg undur skemmtileg upplifun og allar fórum við á trúnó í gufunni. (My lips are sealed).
Snyrtidaman var yndisleg og veitti fyrsta flokks þjónustu.
Aðstaðan á heilsuhótelinu var einföld og þægileg. Pláss er nýtt til hins ýtrasta. Þar var sko ekki bruðlað með einn cm til eða frá. Allt dugði það samt fyrir þeirri þjónustu sem veitt er. Umhverfið er friðsælt, fallegt og gott. Fólkið vinalegt og tók Íslendingum afar vel.
Árangurinn?
Léttari Vilborg til sálar og líkama. Líkaminn missti 8,3 kg úti og tvö eftir heimkomuna ( so far) og sálin annað eins ef ekki meira.
Ég fer aftur til U Zbója það er á hreinu og ég ætla að ákveða í samráði við lækna, hvers konar meðferð ég þigg þá. En valið er mitt. Líkaminn er minn. Sálin er mín. Ég ber ábyrgð á skútunni og sigli henni eins og ég finn að hentar henni best.
Burt með bolluna.
Það munar um tíu mjólkurfernur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.