Þessi fallegi dagur

 Bubbi er gleðigjafi á sinn hátt.  Hann gefur okkur fallega flutt lög og góða texta um lífið og tilveruna.  Hann opnar fyrir tilfinningaflóruna hjá manni með tónum og textum.  Það má auðvitað alltaf gagnrýna allt en ef við erum sanngjörn þá held ég að fáir á Íslandi hafi gefið eins mikið af sér til jafn margra og hann.  Að öllum öðrum ólöstuðum, við eigum frábæra listamenn íslendingar. 
Sumir vilja meina að Bubbi hafi sett sukkið sitt á svið til að ná eyrum almennings?  Ef svo er (sem ég efast reyndar um) þá er það bara vel heppnað og skothelt.  Mörg ungmenni sem rata á refilstigu sjá möguleika á að snúa aftur til heilbrigðara lífs á ný eftir að hafa hlustað á og tengst sögu Bubba.  Bubbi hefur verið ósérhlífin við að heimsækja grunnskóla og hann kann að tala við ungt fólk á máli sem það skilur.
Fimmtugur “unglingurinn”. 
Nú er annar “unglingur” að fara í Eurovision. Eiríkur Hauksson.  Flottur kallinn í Kastljósinu hjá Evu Maríu í kvöld.  Ég er elsku sátt við að hann fari með þetta fallega lag eftir Svein Rúnar.  Eiríkur er einnig gleðigjafi og deilir með okkur sinni reynslu eins og Bubbi.

 

Þetta eru “strákarnir okkar”.  
Jafn ólíkir listamenn og karakterar sem þeir eru.  Eiríkur er sómi landsins, sverð og skjöldur þegar kemur að Eurovision. Krossfarinn ásamt Pálma Gunnars og Helgu Möller.   Bubbi er yfirlýstun “anti” Eurovisionisti.

Já eins og Eiríkur sagði, “ það verður að gera pínulítið grín að Eurovision, þetta er dálítið fyndið allt saman”. 

 

Ég er hjartanlega sammála honum.  Enda er um að gera að hafa bara gaman af þessu og njóta þess að skrattast út í þá sem gefa okkur EKKI stig á meðan við lofsömum þá sem gefa okkur nokkur.  

 

 

Lífið er dásamlegt og þessi fallegi dagur er svo fallegur að ekki einu sinni núll stig í Eurovision fá því breytt.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband