lau. 17.2.2007
Góðar fréttir.is
Ég er í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisfokksins.
Það er ekki í frásögu færandi nema hvað það sem leiðbeinendur okkar segja okkur þar stangast hikalega á við þær fréttir sem fjölmiðlar birta af málum.
Ástæða?
Fjölmiðlar hafa ekki áhuga á góðum fréttum segja þeir.
Er það svo?
Hvert er þá hlutleysi fjölmiðla?
Er það hlutleysi að flytja fréttir af einni hlið mála, þeirri verri og láta aðra, þá betri ekki komast að?
Er það hlutleysi að segja fréttir af stríði en ekki friði?
Er það hlutleysi að segja fréttir af verðbólgu en ekki stöðugleika?
Er það hlutleysi að segja slæmar fréttir af viðkvæmum málum sem snerta persónur manna en láta hjá liggja að segja frá því sem vel er gert hjá sömu aðilum?
Er það hlutleysi að segja frá dauða en ekki lífi?
Er hlutleysi að segja frá vonbrigðum en ekki vonum sem rætast?
Svona getum við haldið áfram endalaust.
Niðurstaðan er sú að fjölmiðlar sinna ekki hlutverki sínu.
Þeir flytja ekki góðar fréttir vegna þess að þær eru ekki fréttir. Fjölmiðlar bregðast þannig viðskiptavinum sínum. Þeir eru hlutdrægir með slæmum fréttum á móti góðum fréttum.
Niðurstaða?
Stofnum nýjan fjölmiðil óháðan hagsmunapoti hvers konar.Fjölmiðil sem flytur góðu fréttirnar.
Hér er fyrsti vísirinn.
Góðar fréttir .is.
Athugasemdir
Velkomin í hópinn frænka.
Örugglega margt til í því sem þú spjallar um hér. Fréttir af hörmungum og hryllingi örugglega um 75% allra frétta sem maður les.
Pössum okkur á því að vera dugleg við að finna góðu fréttirnar!
Magnús Þór Jónsson, 18.2.2007 kl. 11:08
Velkomin hingað vinkona
og þetta er virkilega góður pistill hjá þér.Því miður virðist ekkert vera frétt nema það sem er slæmt eða ljótt..Eins og með eplapokann fræga með 10 eplunum..1 er skemmt en öll hin heil en maður tekur samt bara eftir þessu "skemmda" en ekki hinum 9 góðu..Kanski við séum bara gjarnari á að einblína á þetta "slæma" en ekki "góða"..
Agný, 18.2.2007 kl. 20:13
Sem sagt fjarlægjum skemmda eplið annars skemmast öll hin níu
.
Vilborg Traustadóttir, 18.2.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning