Bakstur og bras

Nú er hún Ippa að baka og brasa.  Það er ekki í frásögu færandi nema hvað Facebookið hennar liggur tímabundið niðri.  Ég á að prufa innan fárra mínútna. Þá þýðir ekki að reyna að setja stuttan status "er að baka" eins og Facebook gengur út á.

Bloggið býður upp á lengra mál.  

Ég er sem sagt að baka brauð.  Mikið hollustubrauð með engum sykri heldur smávegis agave sýrópi og kókosolíu í stað matarolíu.

Kveikjan að þessum bakstri var Facebook status um "hnallþóru" eina sem kláraðist á svipstundu af einum gesti viðkomandi manneskju.  Svo var minnst á Skagafjörð og þá rann í gegn um hugann ævintýrin þegar ég var ráðskona í vegavinnu og átti oft leið um þar sem konur stóðu við bakaraofninn og "unguðu út" þvílíku bakkelsi og "hnallþórum" eins og á færibandi.

Ekki það að ég sé ekki alin upp við það. Ó nei, hún mamma stóð í stórræðum frá morgni til kvölds og mettaði svanga munna með alls kyns bakkelsi.... og "hnallþórum" um helgar.

Skagafjörðurinn er svona ofarlega í minningunni vegna umræðna kvennanna og það hversu alvarlega þær tóku hllutverk sitt.  Orðin þeirra hljóma í minningunni.  Það gengur ekki annað en að hafa nóg meðlæti á boðstólum þegar menn vinna úti alla daga, heitan mat kvölds og morgna, morgunkaffi, miðdegiskaffi og kvöldkaffi með heimagerðu bakkelsi. Femínistar í dag hefðu ekkert nema gott af því að heimsækja Skagafjörðinn fyrir svona 25 árum og fá "kaffi og með´ðí" hjá kynsystrum sínum, sveitakonunum sem stóðu við þvotta, matseld og bakstur alla daga milli þess sem þær mjólkuðu og mokuðu flóra eða skelltu sér á dráttarvélina í heyskap eða önnur bústörf.

Þær voru því ekki bundnar við eldavélina allan daginn þó auðvelt væri að álykta svo miðað við afköst og gæði þess sem þær báru á borð.......þær eru í mínum huga sannir femínistar......

.....og hún mamma líka! 

 Nú ilmar holla brauðið mitt svo lokkandi að ég er farin í eldhúsið til að njóta þess að þefa þar til ég get byrjað að borða það.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband