fim. 14.1.2010
Lýðveldispartý.
Við Nína frænka skelltum okkur í lýðveldispartý á laugardaginn að var. Það dugði ekkert minna en það þegar við loksins ákáðum að skvera okkur út á lífið saman.
Eftir að við fundum loks heimili Stínu stuð sem hélt partýið smelltum við okkur í fögnuðinn.
Okkur var tekið með kostum og kynjum og nóg var að bíta og brenna.
Stína á heiður skilinn fyrir að opna heimili sitt fyrir lýðveldissinnum og hún var með opið hús í rúman sólarhring.
Fólk var að koma og fara meðan við stöldruðum við og fjörugar umræður mynduðust milli manna.
Ég hef verið dálítið hugsi síðan og það ekki að ástæðulausu. Lýðveldi er eitthvað sem okkur finnst alveg sjálfsagður hlutur. Svo sjálfsagður að ef við blindumst í augnabliksæðibunugangi getur það kostað okkur sjálfstæði okkar og hvar er þá lýðræðið statt?
Takk Stína fyrir móttökurnar og fjörið og ég mun svo sannarlega ekki sofna á verðinum.
Látum ekki blekkjast af þeim sem hagnast á að koma okkur undir járnhæl sinn.
Eins og Lárus Blöndal sagði:
"Stöndum í lappirnar"!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.