Skoðanaramminn

Ég hef undrast sumar athugasemdir sem koma fram í umræðunni sem heitust er Icesave.  Einkum finnst mér furðulegt hvernig menn sem eru ósammála hinum "eina sanna" bókstaf geta misst sig í dónaskap og talað niður til fólks sem er á annarri skoðun en þeir.

Þegar syrtir svo verulega i álinn sem raun ber vitni stendur maður skyndilega frammi fyrir því að eitthvað hefur farið úrskeiðis.  Sumum hættir til að benda á aðra og segja allt þeim og þeirra stefnu að kenna.

Ótrúlegasta fólk lætur til sín taka og blómstrar á nýjum vettvangi meðan aðrir missa kjarkinn.  

Þjóðin stóð á Austurvelli þar til hún fékk kosningar.  Margir þeirra sem þar voru stóðu í þeirri trú að það myndi breyta ástandinu til hins betra að fá nýtt fólk til starfa fyrir sig en aðrir vildu aukna samvinnu þvert á alla pólitík.

Ég tilheyrði seinni hópnuml.

Hvað gerðist?

Jú ný ríkisstjórn tók við völdum og breyttist samstundis í fyrri ríkisstjórn.  Ný stjórnarandstaða breyttist að sama skapi í fyrri stjórnarandstöðu.

Ekkert breyttist.

Rifrildið á þingi hélt áfram um smásmugulega hluti og gerir enn á meðan "Róm brennur"!

Það er eins og fólk bæði á þingi og stuðningsmenn hinna ýmsu flokka hafi rammað skoðanir sínar inn í þröngan ramma og þaðan megi þær ekki sleppa.

Ég hef staðið sjálfa mig að þessu.  Þvílíkt frelsi að uppgötva að það er alveg hægt að skjóta sér út fyrir rammann og koma jafnvel við í römmum hinna til að öðlast skilning og virðingu fyrir skoðunum sem þar bærast.

Mín niðurstaða er sú að þetta ástand í þjóðfélaginu sé frábært tækifæri til að komast "út fyrir" rammann, taka höndum saman og hætta að bítast innbyrðis.

Þingheimur á að taka áskorun forsetans og ganga á undan með góðu fordæmi. 

Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæl frænka.

Sammál að mörgu leyti, hins vegar held ég að smátt og smátt næstu daga og vikur muni "fjara undan" gömlu þingræði.  Var reyndar að skrifa um það á blogginu mínu.

Ég held að þingmenn séu margir ekki að átta sig á því að til að þeir nái aftur traustinu þurfa þeir að skríða upp úr "skotgröfum" flokka sinna.  Það er auðvitað fáránlegt að flokkar haldi það að stuðningsmenn þeirra kjósi í atkvæðagreiðslunni eftir flokkslínum.

Flokkslínur verða að koma í röðinni á eftir hagsmunum almennings hjá þingmönnum framtíðarinnar!

Magnús Þór Jónsson, 10.1.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo opnast alltaf fyrir nýjar upplýsingar sem hræða mann fra því að gerast nýlenduþjóð breta og hollendinga.

Pólland er dæmi um þetta þar sem hollendingar eiga landbúnaðinn og bretarnir mollin (verlunarmiðstöðbvarnar). Svo eiga aðrar þjóðir annað eins og hótelin o.s.frv. Sem betur fer eru Pólverjar að rétta úr kútnum en það hefur tekið langan tíma.

Það er engin óskastaða að láta þessar þjóðir hneppa sig í fjötra ef það er hægt að komast hjá því sem virðist vera að koma á daginn að sé sterkari möguleiki en ríkisstjórnin hefur viljað vera láta.

Vilborg Traustadóttir, 10.1.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband