Notum tímann

Nú er lag að nota athyglina sem Ólafur Ragnar Grímsson beindi að okkur með því að synja lögum um Icesave staðfestingar og kynna málstað okkar kyrfilega fyrir umheiminum.

Ég er ekki að segja að við eigum ekki að taka á okkur hluta af skellinum en mér sýnist einboðið að Evrópubáknið eigi að taka á sig ábyrgð af eigin regluverki sem Eva Joly segir eftir viðtöl við þá sem sömdu reglurnar að þær miðist ekki við það þegar hrun verður á bankakerfi heillar þjóðar.

Né heldur þegar efnahagshrun verður í heiminum.

Það er furðulegt en eini maðurinn sem segir þetta er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.  Aðrir, einkum ríkisstjórnin virðist vera of upptekin við að elta skottið á sjálfum sér.

Ég held að þjóðin eigi að gera þá lágmarkskröfu á og sjálfa sig og þingheim að steinhætta í flokkspólitískum skotgröfum en fara þess í stað að vinna saman sem ein samhent heild með hagsmuni sína að leiðarljósi.

Það er beinlínis hættulegt fólk sem stjórnar með hótunum um reiði annarra þjóða ef við skrifum ekki undir það sem bresk sveitarfélög og einstaklingar gömbluðu með.  Hver og ein einasta íslensk húsmóðir vissi að þetta var of gott til að vera satt og því ættu sveitarstjórnarmenn, skyldi maður ætla, að hafa haft hugsun á að fara varlega.

Hættulegt fólk segi ég því ákall til heimsins um refsivönd á okkur sýnir svo ekki verður um villst að forystumenn okkar munu ekki standa í vegi fyrir því að okkur verði látið blæða til síðasta blóðdropa.

Hvað höfum við þá að gera með sjálfstæði okkar eða lýðræði? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband