Skiptir það máli?

Nú velta menn því fyrir sér hvaða áhrif það hafi ef forsetin synjar lögunum staðfestingar og vísar þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skiptir það máli spyr ég?  Synji hann lögunum öðlast þau samt sem áður tafarlaust gildi uns greidd hafa verið um þau þjóðaratkvæði eða alþingi dregur þau til baka.

Segi Bretar og Hollendingar upp samningnum þýðir það væntanlega að þeir muni sækja rétt sinn fyrir Íslenskum dómstólum og er það slæmt?

Ég heyrði ávæning af viðtali við Jón  Daníelsson hagfræðing þar sem hann sagði frá því að þegar hann útskýrði hve gífurleg skuldabyrði Icesave væri á hvern Íslending t.d. með því að heimfæra töluna á Bretland eða Bandaríkin m.v. það væru flestir sammála honum um að nánast vonlaust verði fyrir þjóðina að standa í skilum.  

 

jon-danielsson.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég skal ekki um það segja hver nákvæmlega áhrifin verða en það hlýtur að standa í okkur öllum að taka á okkur skuldbindingar langt umfram getu.  

Skuldbindingar sem hljóta að ógna sjálfstæði okkar sem þjóðar. 


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vonandi synjar forsetinn þessum lögum staðfestingar

Sigurður Þórðarson, 4.1.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband