Færsluflokkur: Kvikmyndir

Brad Pitt - alveg draumur

"Mig dreymdi Brad Pitt.

Hann var að fara á fjörurnar við mig.

Ég vissi að þetta yrði "one night stand".  

Ég leit á klukkuna og sá að hún var 11.00 að morgni og sagði nei maðurinn minn kemur í mat eftir klukkutíma, það er enginn tími.

Hvernig fer ég að sagði Brad Pitt þjáður af löngun?

Ég sýndi honum fjallgöngustafina mína og ákvað svo að fara í göngutúr.  Ég gekk rösklega og studdi mig við stafina sem voru ekki alveg í nógu vel stilltir en virkuðu samt.  Ég gekk upp í móti og gekk af einu bjargi á annað.

Ég komst lengra en ég hafði áður komist og endaði uppi á stórum og mjög sterklegum steini. Gegnheilum kletti. 

Þetta er Brad Pitt að þakka, hugsaði ég, ég hefði aldrei náð svona langt nema fyrir hans hvatningu". 

Það var barn með mér í draumnum en ég kem ekki fyrir mig í bili hvaða barn það var.

Finnst þó það gæti hafa verið elsti sonur minn Trausti þegar hann var lítill.  

Klettur og Trausti er gott að dreyma og einnig það að fara ótrauður upp í móti.  Klettur er eitthvað stöðugt Trausti er eitt besta draumanafn sem hugsast getur og að komast upp í mót er að sigrast á erfiðleikum. Í þessu tilfelli með stuðningi (stafirnir)".

Hvað var Brad Pitt að þvælast þarna?? 

Ég sem hef aldrei skilið sex appeal Brad Pitts! Cool

 


Björn-harður-Bond


VÍGBÝR LÖGREGLU FYRIR ÓEIRÐIR

Fimmtudagur 6. nóvember 2008 kl 08:00

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Nánar um málið í DV í dag.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undirbýr nú sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögregluembætti landsins undir óeirðir. Björn hefur þegar breytt reglugerð sem heimilar ráðningu á allt að 250 lögreglumönnum. Þá er búið að breyta sex bifreiðum sem nota á í óeirðastjórnun og eru sumar þeirra hlaðnar aukabúnaði upp á margar milljónir króna. Til viðbótar er verið að breyta strætisvagni sem á að nota við fjöldamótmæli eða óeirðir en hann mun gegna hlutverki fjarskiptamiðstöðvar. Mikil leynd hvílir yfir breytingunum en einn þeirra sem vann við breytingarnar segir þær trúnaðarmál.

Reiði almennings gagnvart ríkistjórninni og bankamönnum er slík að nú þykir mikilvægt að undirbúa lögreglu fyrir óeirðir og fjöldamótmæli. Hingað til hefur ekki verið talin ástæða til að vígbúast en nú er öldin önnur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV vinna menn nú dag og nótt við að breyta bifreiðum sem nota á við óeirðastjórnun en þeirri vinnu hefur nú verið flýtt til muna vegna ástandsins á Íslandi.

Eitt af þeim fyrirtækjum sem vinna við að breyta þessum bifreiðum fyrir Ríkislögreglustjóra er RadíóRaf en þar unnu menn langt fram á nótt og voru á fullri ferð þegar ljósmyndara DV bar að garði rétt fyrir miðnætti í gær. Starfsmenn vildu þó lítið segja. Þeir könnuðust við að hafa breytt bifreiðum fyrir lögregluna en þar við sat.

--

Af DV.is 


Vefurinn hennar Karlottu - tíu vasaklúta mynd

  Við fjölmenntum á “Vefinn hennar Karlottu” á sunnudaginn.  Fórum 12 saman.  Vorum á aldrinum eins árs til 55 ára.  Allir skemmtu sér vel.  Myndin byggir á vináttu milli ólíkra dýrategunda og hvað sú vinátta orsakaði mikla samheldni.  Vináttan er strekt afl og gerir lífið þess virði að lifa því og dauðann þess virði að deyja.  Með gott ævistarf að baki og hafandi verið góð manneskja öðrum til fyrirmyndar.  Vinur vina sinna.  Mis mikið þurfti til að sum dýrin gerðust göfuglynd.  Spila þurfti á græðgi sumra áður en þau tóku þátt í því að bjarga sumargrísinum frá reykkofanum.  Boðskapurinn var sem sagt góður og gríni blandað inn í.  Þetta var svona tíu vasaklúta mynd á mælikvarða okkar Sollu systir.  Það var svooooo sorglegt þegar Karlotta kónguló dó..... Ekki orð um það meir.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband