Færsluflokkur: Íþróttir

Hlutdrægni íþróttaþula

Það fer óneitanlega dálítið í mig þegar þular eins og Alolf Ingi og Guðmundur Torfason eru hlutdrægir eins og þeir voru í leik Þjóðverja og Tyrkja.

Þegar nánast sams konar brot var í eða við teiginn þá var það vítaspyrna á Tyrki að þeirra mati en leikaraskapur í Tyrkjum þegar maðurinn var rifinn niður inni í teig af Þjóðverja.

Dómarinn lét leikinn vera í nokkru jafnvægi með því að dæma ekki í hvorugt þetta skipti.

Þjóðverjar voru heppnir að vinna, hefðu auðveldlega getað verið 3-1 undir í hálfleik.

Hvað um það, spennandi leikur! W00t

 


mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópumótið í fótbolta

Ég er alveg gersamlega forfallin í að fylgjast með Evrópumótinu í fótbolta.  Það er svo gaman að þessu að ég er alveg undrandi á sjálfri mér.  Ég hef smám saman og með árunum verið að gerast æ meiri "fótboltabulla" fyrir framan sjónvarpið.  Þetta gekk svo langt að ég fór á HM í Bandaríkjunum árið 1994 með fríðu föruneyti.

Nú finnst mér bara gaman að flatmaga í sófanum og njóta þess að fylgjast með.

Mér finnst dálítið merkilegt að hlusta á þá sem lýsa leikjunum og það er stundum hægt að heyra í gegn hverjum þeir virðast halda með. 

Aðalatriðið er þó að horfa á góðan fótbolta og það verður spennandi  að sjá hverjir verða Evrópumeistarar að þessu sinni.

Hollendingar eru ansi sprækir núna!   

---

I just love to watch the Euro-football now.  It will be exciting to see who wins this time.

Maybe Holland? 


Loksins í gírinn

Langþráður sigur hjá okkar liði. Svo er bara að klára leikinn gegn spánverjum með sama glæsibrag. Þá getum við unað sátt við okkar hlut. Það eru einfaldlega mörg lið þarna sterkari en okkar lið. Íslendingar eru þó að bæta sig og virðast eiga auðveldara með að sigra þegar þeir klæðast bláu búningunum.
Áfram Ísland!
mbl.is Stórsigur gegn Ungverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákarnir okkar!

Nú getum við verið verið sátt og kallað handboltalandsliðið strákana okkar. Allt annað að horfa á þennan leik. Svíagrýlan er allt of sterk og mál til komið að hrista hana af okkur. Ég vona að þessi leikur hafi snúið blaðinu við og liðið hafi fundið taktinn. Til hamingju með þennan áfanga öll sömul!
mbl.is Alfreð: Frábær fyrri hálfleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlátt?

Þar lágu danir í því.  Það verður að taka hart á svona málum.  Gengur ekki upp að áhorfendur missi sig svona.  Ég hef þó áhyggjur af því að andstæðingarnir geti notfært sér þetta gegn mótherjaliðinu framvegis.  Kannski ættum við að senda einhvern inn á leikinn geng svíum til að dangla í dómarann þegar dæmt verður okkur í óhag?    Í sænsku landsliðstreyjunni!  Bara smá hugmynd Halo  þar sem Eiður Smári verður ekki með.Errm
mbl.is Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AC Milan gegn Liverpool í úrslit

Nú er það spurning hvernig fer í úrsliturnum?  Ég hefði viljað sjá Man United fara áfram gegn Liverpool.
mbl.is AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband