Færsluflokkur: Lífstíll
sun. 15.4.2007
"Þessi þyrfti að fara til Póllands"

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 7.4.2007
Innkaup


Lífstíll | Breytt 9.5.2007 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 6.4.2007
Föstudagurinn langi

Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 4.4.2007
Detox meðferð fyrir lífið
Ég var að bóka herbergi í Póllandi í haust. Ég ætla í aðra detox meðferð á heilsuhótelinu U Zbója þar í landi. Ég ákvað að skella mér með vinkonu minni í janúar á þessu ári. Við förum báðar aftur í haust.
--
Fræðslan í Póllandi er mjög góð og maður verður meðvitaðri um hvaða matarræði hentar manni best á einstaklingsgrundvelli. Ég hlakka mikið til að fara aftur í haust og rifja upp, fá fræðslu, gott matarræði og annað sem í boði er. Leikfimi, nudd og gufuböð svo eitthvað sé nefnt.
--
Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun.
--
Vegna óska um það í athugasemdum set ég hér inn linka með upplýsingum http://detox.is og heilsuhótelið sem við vorum á í Póllandi er http://uzboja.pl en þau eru fleiri.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 2.4.2007
Úr læknaskýrslum
Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í
sitthvora áttina í byrjun desember.
Húðin var rök og þurr.
Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér
sjálf...
Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...
Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niðurúr
Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með
lystarstol í hádeginu
Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn, en hann hefur
haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann
í apríl s.l.
Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að
hitta mig 1983
Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...
Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala
Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera
niðurdreginn.
Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð
eldsneytislaus og hrapaði.
Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt...
Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...
Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...
Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...


Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 28.3.2007
Ellismellir
Kvöld eitt var sú 96 ára að fara í bað. Hún setur annan fótinn í baðið
og hikar svo við. Hún hrópar niður stigann, "Var ég að fara ofan í baðið
eða að fara upp úr því?"
Hin 94 ára gamla kallar til baka. " Ég veit það ekki, ég skal koma upp
og athuga það". Hún leggur af stað upp stigann en hikar síðan og kallar, "
Var ég að fara upp stigann eða niður?".
Á meðan var sú 92ja ára að fá sér tebolla í eldhúsinu og hlustaði á
systur sínar. Hún hristir höfuðið og segir " Ég vona svo sannarlega að ég verði
ekki þetta gleymin".
Hún bankar þrisvar í borðið (7 - 9 - 13).
Síðan kallar hún, "Ég kem upp og hjálpa ykkur báðum um leið og ég er
búin að fara til dyra og sjá hver er að banka.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)