Færsluflokkur: Lífstíll

"Þessi þyrfti að fara til Póllands"

arbuz
Ég er alveg ferleg með þetta.  Í hvert sinn sem ég sé manneskju hvort sem er á mynd eða á förnum vegi sem er "vel við vöxt", þrútin í andliti og/eða litarhátturinn eitthvað grár, hugsa ég "þessi þyrfti að fara til Póllands".  Ég meina þá í detox meðferð eins og við Kristín vinkona skelltum okkur í nýlega.  Ég get seint lofað þá meðferð nógsamlega.  Ég hélt að Kristín væri búin að missa vitið þegar hún hringdi og bað mig að koma með sér í þessa ferð sem er á vegum Planet Puls eða m.ö.o.  Jónínu Ben.  Við fórum nú samt og árangurinn er stórkostlegur.  Hreinsunin fór fram með grænmetis og ávaxtafæði í tvær vikur.  Allt undir eftirliti lækna.  Margir fundu mikinn bata á ýmsum krankleika og sjúkdómum sem herjuðu á. Ég er t.d. með MS sjúkdóm og mér fannst þessi fasta eiga einkar vel við mig. Ég þáði alla þá meðferð sem í boði var og sem mér fannst henta mér. Heim kom ég 8,5 kg léttari á líkama og örugglega annað eins á sál.
Í dag fór Jónína út með fjórða hópinn frá áramótum og ég veit að fólkið sem fer verður ekki svikið af því að leggja fjármagn í eigin heilsu.  Nánar um þessar ferðir er á http://www.detox.is
Við Kristín erum búnar að panta aðra ferð í haust.

Innkaup

Eftir föstuna í gær sem tókst bærilega vel ætla ég nú að skella mér í smá innkaup.  Það vantar eitthvað smálegt - eins og gengur. Mér líður afar vel eftir daginn í gær sem leið árfam í ró og afslöppun. Það er gott að taka einn dag í viku og hreinsa líkamann af aukaefnum sem safnast Innkaupóhjákvæmilega í hann.  Ég fann alveg hvernig líkaminn tók við sér og setti hreinsikerfið í gang. Ótrúlegt hvað maður hefur verið sofandi fyrir því gegn um árin að halda sér góðum með hollu og heilnæmu matarræði.  Ég hef þó einnig verið á ger og sykurlausu fæði í nokkur ár og mér líður vel á því.  Þetta er þó enginn meinlætalifnaður.  Ég finn hvað það virkar vel að taka einn dag í viku og borða eingöngu heilnæmt og hreinsandi fæði þann dag.  Ávexti og grænmeti.
-
 Það er rigning í höfuðborginni en ósköp meinlætislegt veður eins og er.
Ég er ánægð með X-faktorinn og finnst Jógvan æði.  Hara systurnar líka og aðrir þátttakendur á undan þeim góðir.  Skil ekki hvernig þetta fólk stenst álagið. Hljóta að borða hollt!   Gleðilega páska.Smile

Föstudagurinn langi

section_img_library Í dag ætla ég að fasta.  Ég lærði þá kúnst á heilsuhæli í Póllandi og fann hve gott ég hef af því. Í Póllandi er kaþólsk trú og þar þykir ekkert tiltökumál að fasta.  Alla vega ekki á hælinu þar sem við vorum.  Fastan þar er þó ekki byggð á trúarlegum grunni heldur læknisfræðilegum.  Sá trúarlegi gerir þetta bara eðlilegra.  Ég er að tala um grænmetis og ávaxta föstu.  Við vorum tvær vikur á sérstöku fæði sem inniheldur 500 hitaeiningar á dag. Árangurinn skilaði sér í bættri líkamsstarfsemi, mýkri húð, verkir hurfu (í mínu tilfelli liðverkir og verkir frá stoðkerfi), hugurinn kyrrðist og öll líðan hefur fengið “samhljóm” ef svo má segja.
-
 Pólsku læknarnir byggja nefnilega á því náttúrulögmáli að þegar sjúkdómar herja á er fastan leið líkamans til að laga stöðuna.  Leiðrétta það sem aflaga hefur farið.  Þeir segja “þegar dýrin veikjast hætta þau að borða”.  Hljómar rökrétt og hefur reynst vel gegn um aldirnar. Síðan ég kom heim 21. janúar s.l. hef ég tekið einn dag í viku og neytt eingöngu þessa fæðis. Í dag ætla ég einungis að drekka grænmetis og ávaxtasafa.  Einnig jurtate og vatn.  Hugleiða og biðja.  Föstur og bænahald hafa beinan heilsusamlegan tilgang.  Tengja saman líkama og sál.
-
 Mér fannst heillandi að kynnast öðrum læknisfræðilegum heimi en þeim vestræna heimi sem við þekkjum..  Við höfum tilhneigingu til að hefja okkur upp og líta niður til þeirra sem ganga ekki okkar götu – skilyrðislaust.  Í austurblokkinni er læknanámið öðruvísi uppbyggt en hjá okkur. Þar er byggt á gömlum merg og það sem gagnast hefur vel gegn um aldirnar er kennt.  Þar er kennd slökun og samræming líkama og sálar.  Þar er borin virðing fyrir reynslu forfeðra okkar og byggt á henni inn í framtíðina.  Þar er engu sem nýst hefur vel hent út.  
-
 Í austurblokkinni sem er á hraðri leið til okkar er einnig kennd næringarfræði. Það er ekki gert hér en þarna á ég við í læknisfræðináminu.  Þegar ég leiði hugann að því finnst mér undarlegt að kenna verðandi læknum ekki næringarfræði........og slökun?  Sem er undirstaða að góðri heilsu.  Þú ert það sem þú borðar og hugsar. 
-
 Hugsanlega og ef í harðbakkana slær fæ ég mér epli.  Epli eru nefnilega mjög hreinsandi.  Næringarfræðingurinn pólski sagði “an appel a day, keeps the doctors away”.   

Detox meðferð fyrir lífið

 

Ég var að bóka herbergi í Póllandi í haust. Ég ætla í aðra detox meðferð á heilsuhótelinu U Zbója þar í landi.  Ég ákvað að skella mér með vinkonu minni í janúar á þessu ári.  Við förum báðar aftur í haust.

 --

  Áður en ég fór til Póllands í janúar ræddi ég við John Benedikz sem er minn taugalæknur. Ég er nefnilega með MS og hef þurft að taka lyf við einkennum tengdum þeim sjúkdóm í lengri eða skemmri tíma.  Ég hafði haft spasmalyfið Baclofen í nokkur ár og einnig tók ég geðlyfið Zoloft sem stundum hefur verið kallað eitt af þessum víðfrægu “gleðipillum” sem tröllriðið hafa hinum vestræna heimi undanfarna áratugi.  Einnig sprauta ég mig þrisvar í viku með Interferon Beta-Rebif sem er lyf sem rannsóknir staðfesta að fækki MS köstum og mildi þau sem koma og hægir þannig á framgangi sjúkdómsis.  John ráðlagði mér að taka algera lyfjahvíld frá Rebif meðan á detox meðferðinni stæði.  Ég varð mjög undrandi en fór að hans ráðum. 
--
 Úti ræddi ég við pólsku læknana sem ráðlögðu mér að halda mig við hin lyfin mín en ef ég vildi hætta með þau skyldi ég trappa mig varlega niður af þeim.  Þær sögðu að ég ætti að geta losnað fljótlega við Baclofenið en Zoloftið tæki lengri tíma og vildi Dr. Dabrowska ekki hvetja mig að hætta með það.  Til að gera langa sögu stutta hætti ég með Baclofen á meðan á dvölinni ytra stóð en ég tók eina pillu af því á dag og eftir að ég kom heim hef ég smám saman minnkað skammtinn af Zoloft sem var þó bara ein pilla á dag líka.  Í dag er ég laus við þessi lyf. 
--
  Ég nota þó áfram Rebif sem ég hef tröllatrú á að haldi MS sjúkdómnum í skefjum.   Mér finnst mjög gott að hafa fengið þetta tækifæri til að endurskoða líf mitt og taka sjálf ákvörðun um lyfjaát mitt.  Ég tek það þó skýrt fram að John hefur aldrei lagt að mér að taka þessi lyf.  Heldur hef ég í vanlíðan og með aukin einkenni MS leitað til hans.  Stundum fengið lyf og stundum ekki.  Það er þó augljóslega mjög auðvelt að gerast lyfjaæta á miðjum aldri og því auðveldara því fleiri lækna sem maður hefur. Mín gæfa er kannski sú að ég hef treyst John öðrum fremur í þessum efnum og því ekki rásað á milli ólíkra lækna í leit að lausnum. 
--
 Það er svo sem ekkert óhemjulyfjaát að taka eina Backofen 20 mg og eina Zoloft 50 mg á dag.  Samt fannst mér það íþyngjandi.  Ég hef alla tíð verið mjög meðvituð og gagnrýnin á þau lyf sem ég þarf að fá þó ég geti alveg örugglega þakkað þeim líf mitt sumum hverjum.  Það er bara vandi fyrir okkur “leikmennina” að velja og hafna.  Til þess þurfum við að staldra við og fræðast.  Í mörgum tilvikum er hægt að losna við lyf sem maður telur að maður “þurfi” til að lifa.  Í mörgum tilfellum er líka ekki hægt að losna við lyf sem maður þarf til að lifa.  Það er ekkert auðvelt eða einfalt að hætta að nota lyf eins og Zoloft.  Ég fann meðan ég var að taka það út hve gífurleg áhrif það hefur haft á mig án þess að ég tæki mikið eftir því meðan ég tók það.  Ég var tilfinningalega flöt (hver kallar þetta gleðipillur)?  Þetta þarf að gerast hægt og í samráði við lækna.  Ég er farin að yrkja aftur og m.a.s. mála myndir. Það fletur greinilega út sköpunargáfuna eins og annað að taka inn geðlyf. 
-- 

Fræðslan í Póllandi er mjög góð og maður verður meðvitaðri um hvaða matarræði hentar manni best á einstaklingsgrundvelli.  Ég hlakka mikið til að fara aftur í haust og rifja upp, fá fræðslu, gott matarræði og annað sem í boði er.  Leikfimi, nudd og gufuböð svo eitthvað sé nefnt.

--

 Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun.

--

Vegna óska um það í athugasemdum set ég hér inn linka með upplýsingum http://detox.is  og  heilsuhótelið sem við vorum á í Póllandi er http://uzboja.pl en þau eru fleiri.

 

Úr læknaskýrslum

Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið

Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í
sitthvora áttina í byrjun desember.

Húðin var rök og þurr.

Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér
sjálf...

Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...

Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niðurúr

Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með
lystarstol í hádeginu

Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn, en hann hefur
haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann
í apríl s.l.

Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að
hitta mig 1983

Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...

Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala

Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera
niðurdreginn.

Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð
eldsneytislaus og hrapaði.

Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt...

Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...

Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...

Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...
"(Umrædd mynd hefði betur komið fyrir almenningsaugu og þótt fyrr hefði verið) Shocking
Þetta eru alltaf skemmtilegar upplýsingar og maður veltir fyrir sér hvernig menntun lækna er háttað við öflun upplýsinga og við að koma þeim á blaðWink.  Athugandi fyrir rithöfundasambandið að opna þjónustu fyrir lækna?  Annars, nei þetta er skemmtilegra svona."  (Innskot bloggara)


Ellismellir

Þrjár systur á aldrinum 92, 94, og 96 ára bjuggu saman.

Kvöld eitt var sú 96 ára að fara í bað. Hún setur annan fótinn í baðið
og hikar svo við. Hún hrópar niður stigann, "Var ég að fara ofan í baðið
eða að fara upp úr því?"

Hin 94 ára gamla kallar til baka. " Ég veit það ekki, ég skal koma upp
og athuga það". Hún leggur af stað upp stigann en hikar síðan og kallar, "
Var ég að fara upp stigann eða niður?".

Á meðan var sú 92ja ára að fá sér tebolla í eldhúsinu og hlustaði á
systur sínar. Hún hristir höfuðið og segir " Ég vona svo sannarlega að ég verði
ekki þetta gleymin".
Hún bankar þrisvar í borðið (7 - 9 - 13).

Síðan kallar hún, "Ég kem upp og hjálpa ykkur báðum um leið og ég er
búin að fara til dyra og sjá hver er að banka.



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband