Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ólafur slekkur eldana eftir Jóhönnu, Steingrím og Össur

steingrimur_sigfusson_2_2daa5dd4.jpg

Steingrímur J. Sigfússon sagði í fréttum í fyrradag að hann ætlaði EITTHVAÐ úr landi til að slökkva elda. Hann vissi ekki hvenær eða hvert.

Össur Skarphéðinsson aflýsti Indlandsferð með forsetanum (varla er það kurteisislegt gagnvart Indverjum eftir að búið er að skipuleggja móttökur) til að halda símafund með David Miliband utanríkisráðherra Breta þó svo að Miliband mætti ekkert vera að því að vera á fundinum þar sem hann var upptekin við "slökkvistörf" í Breska þinginu.

Jóhönnu vantaði ekkert nema kúatskaft í klofið til að líta út eins og alvöru norn.

Með öðrum orðum þau höfðu ekki hemil á gremju sinni og það "lúkkaði" skelfilega. 

Svo kemur þetta brilljant viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson sem er öruugglega besta kynning á Icesave deilunni sem komið hefur í Breskum fjölmiðlum.

Nú vona ég bara að Steingrími takist ekki að egna Norðurlöndin upp á móti okkur á ný en mér til skelfingar sá ég á eftir honum hverfa inn í Leifsstöð í fréttatíma kvöldsins á leið til Norðurlandnna.

Þjóðstjórn takk! 

 


Ice-Save samningarnir - Ice-Save contracts

Þá er búið að birta Ice-Save samningana.  Ógnvekjandi.Crying

--

There we have tha Ice-Save contracts. Scary.  Crying


mbl.is Icesave-samningar birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjafafyrirtækið Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Nú er mér spurn?

Hversu langt eigum við að ganga í viðleitni okkar til að endurheimta traust sem er fokið út í veður og vind í boði Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, Stjórnvalda og Forseta lýðveldisins?

Ég held að við þurfum að stíga ansi langt út úr þjóðrembuskápnum til þess!

Ég vona að þetta ráðgjafafyrirtæki reynist okkur heilladrjúgt.

Hverju höfum við að tapa? 

 


mbl.is Tæknilegar ábendingar í trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er enginn sigur unnunn! Af visi.is


Vísir, 31. jan. 2009 09:53

Boða til sigurhátíðar á Austurvelli í dag

mynd

Raddir fólksins halda sinn sautjánda mótmælafund klukkan 15:00 á Austurvelli í dag. Í tilkynningu frá samtökunum er boðað til sigurhátíðar að þessu sinni þó enn eigi eftir að skipta út stjórn Seðlabanka Íslands.

„Í sautján vikur hafa Raddir fólksins barist gegn flokksræði og siðleysi í íslenskum stjórnmálum. Tugþúsundir Íslendinga hafa flykkst á Austurvöll til að knýja fram virkt lýðræði og nýja stjórnarskrá. Með samstilltu átaki fjöldans og einbeittum markmiðum hefur okkur tekist að ná glæsilegum áfangasigri. Ein óvinsælasta stjórn Íslandssögunnar er fallin, boðað hefur verið til kosninga og búið er að víkja stjórn Fjármálaeftirlitsins frá störfum," segir í tilkynningu frá samtökunum.

„Eftir er þó lokavígi landráða og valdagræðgi í íslenskri flokkspólitík. Stjórn Seðlabankans situr enn. Þeir vanhæfu einstaklingar sem þar sitja verða að víkja tafarlaust og sæta ábyrgð fyrir embættisafglöp."

Ávörp á Austverlli í dag flytja þau Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Katrín Snæhólm Baldursdóttir listakona og Viðar Þorsteinsson heimsspekingur.

Fundarstjóri verður sem fyrr í höndum Harðar Torfason

 --

Nú er ég reið.  Hvaða helvítis sigur er unnunn?  Finnur Ingólfsson?

Við erum ekki sátt við ástandið Hörður Torfason og Raddir fólksins.

Hér ríkir glundroði og óvissa í boði Sjálfstæðisflokksins og þess flokkakerfis sem við búum við. 

Lifi lýðveldisbyltingin, það er það sem þjóðin vill í dag! 

Nýtt lýðveldi. 


Ég er alveg speakless-bian.

Hvað er þetta með kynhneiðg og fjölmiðla víða um heim?

Hvað er svona merkilegt við kynhneigð?

Er hú eitthvað merkilegri en kyndeyfð?

Allir þessir gömlu kallar sem sinna þessu embætti um allan heim eru vafalaust með ristruflanir. 

So what?

 


mbl.is Jóhanna vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgir hægri-vinstri

Við eigum okkar fulltrúa á þessum lista að mati breska blaðsins Guardian.

Ekki skal ég dæma um það, fávís konan, en okkar heimatilbúna kreppa hefði að margra mati dunið yfir hvað sem öðru leið.

Þetta er fyrst og fremst sorglegt. 

Aðrar þjóðir horfa mjög til okkar og þess hvernig við tökumst á við vandann.

M.a.s. Bretar eru farnir að kalla eftir Íslenskum mótmælendum til að "tromma fyrir" Gordon Brown.  

Nú ríður á að skapa þverpóltíska sátt fram að kosningum og ég styð heils hugar að stjórnlagaþing verð sett.

Við verðum að reisa nýtt lýðveldi á grunni þess gamla.

Við verðum að hafa málin gagnsæ og aðgengileg öllum.

Við verðum að læra af þessum hrikalegu efnahagshamförum sem við kölluðum yfir okkur með einkavinavæðingu sem leiddi til græðgisvæðingar.

Við verðum! 

 


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykurinn sest?

Geir H. Haarde segir í fyrirsögn drottningarviðtals sem ég nennti ekki að lesa  í Morgunblaðinu í dag að hann muni öðlast yfirsýn þegar reykurinn sest!

Ég segi við Geir H. Haarde ef hann vill að það verði tekið mark á Íslandi á alþjóðavettvangi framvegis þá á hann að segja af sér ásamt Seðlabankastjórum, forstjóra Fjármálaeftirlits og Stjórnarformanns þar og þeim ráðherrum sem málið heyrir undir á einhvern hátt.

Það er greinilega alger "pattstaða" í málinu þar sem Jón Sigurðsson er Ingibjargar maður og Davíð Oddsson Geirs maður o.s.frv.

Við erum þokkalega orðin að athlægi Íslendingar góðir.

Það mun enginn heilvita maður taka mark á okkur næstu mannsaldrana.

Við verðum að bera þetta fólk út og hreinsa til sjálf.

Það er greinilegt! 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband