Færsluflokkur: Menntun og skóli

Ekki jafn háar kröfur

Skólarnir hafa þegar slegið af kröfum sínum.  Það er ekki jafn mikil áhersla lögð á frágang ritgerða o.s.frv.

Skilaboðin eru að ekki eigi að eyða pappír eða prentarableki að óþörfu þó eitthvað fari úrskeiðis í fyrstu prentun.

Svo mætti áfram telja. 

Við hjónin styðjum 7 ára stúlku á Indlandi gegn um ABC.  Jólakortið frá henni var teiknað á bláan karton pappír sem var greinilega dálítið velktur, kveðjan var hlý, myndin teiknuð af henni sjálfri og hún hafði notað blýant og rauðan lit.

Svo var handarfarið hennar aftan á kortinu greinilega gert með náttúrulit þar sem hendinni var dýft í litinn og síðan þrykkt á pappírinn.

Hugsunin á bak við falleg og það er það sem skiptir máli.

Ég rifjaði upp að heima á Sauðanesi þar sem ekki var hlaupið út í búð og auk þess ekki til ótakmarkaðir peningar til að kaupa pappír og liti, notuðum við ýmislegt til að teikna og skrifa á og með.

Pappírinn sem var vafin þversum utan um Þjóðviljann, karton úr sokkabuxum o.s.frv.

Erum við að hverfa aftur til slíkra tíma? 


mbl.is Verða að spara í skólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli

Guð lítur oft öðrum augum á

lífið en við. Fyrir honum er stolt

veikleiki en auðmýkt styrkur.

Ég sá þetta á síðunni hjá Möggu systir og finnst þetta svo gott að ég "stel" því hér með yfir á mína.

Margir læra þetta í lífsins skóla og það getur verið býsna erfitt.

Nelson Mandela svaraði þessu til og það kemur fram í ævisögu hans. Þegar hann var spurður hver væri hans mesti styrkur svaraði hann  "Það er auðmýktin".

Hafið það gott í dag, ég er að fara á vinkonufund. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband