Kosningar

Hvernig er þetta með Samfylkinguna.

Ingibjörg Sólrún má ekki bregða sér frá þá verður allt eitthvað svo rótlaust.

Ekki það að ég sé að hrópa húrra fyrir ríkisstjórninni.

Ríkisstjórnin hefur klúðrað öllu því sem hægt er að klúðra í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Ég vona að það verði sameinast um þjóðstjórn í einum grænum hvínandi hvelli.  

Þannig senda ríkisstjórn og þingheimur skýr skilaboð til okkar um að það sé verið að hlusta á vilja þjóðarinnar.

Skipta strax út í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.

Skipta einnig um eða styðja við í þeim ráðuneytum sem bera hvað mesta ábyrgð á málum. 

Þjóðin vill samstöðu allra flokka. 

Oft var þörf en nú er nauðsyn. 

 


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband