Skref í áttina

Það er vissulega skref í áttina að málshöfðun á Bresk stjórnvöld að samþykkja þessi lög.

Ég er þó hrædd um að margar hindranir séu í veginum.

Það er tímafrekt og snúið að höfða mál vegna þessa en að sama skapi nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi leið í samskiptum vinaþjóða sé boðleg?

Hvort það sé eðlilegt að frysta eigur fjármálastofnunar á jafn viðkvæmum tíma fyrir efnahagskerfi heillar þjóðar?

Hvort um tækifærissinnaða ákvörðun í tilraun að auka eigin vinsældir heima fyrir  sé að ræða?

Hvort "okkar menn" voru búnir að haga sér þannig að Bretar sáu enga aðra leið?

Við viljum svör, sem réttust svör, þó þau verði óþægileg fyrir einhverja. 

 


mbl.is Fé til málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sammála.   Sannleikann á borðið.

Þessi auma Ríkisstjórn okkar er ekki að gera neitt til að færa okkur nær sannleikanum, hver var aðdragandi og hvejir eru sökudólgar ef einhverjir. Af hverju erum við nú í þessari stöðu? Davíð þykist vita en enginn er nógu stór að kreista það út úr honum, eða reka kvikindið.

Að bretar (með litlu, þangað til að ákæru um að við séum hryðjuverkamenn er aflétt) skuli hafa gert okkur þetta og misnotað lög sem eru til alls annars, er fáránlegt milli nágrannaþjóða. 

En okkar valdhafa aumingjaskapur er sýnu meiri. Þeir þora ekki að andmæla neinu eða gera það sem vakið hefði okkar nágranna. Segja okkur úr NATO.

Þar eigum við ekkert erindi í dag. Við eigum að lýsa yfir Hlutleysi strax. Eins og margar aðrar málsmetandi þjóðir.

Við höfum ekki her, við erum friðelskandi þjóð,  við eigum ekki erindi í hernaðarbandalög sem fara með ófriði á aðrar þjóðir. eins og Halldór Á. Og Davíð samþyktu fyrir okkar hönd í Írak á sínum tíma.

Og á sama tíma og ISG styður að við greiðum fyrir, að NATÓ þjóðir komi hingað og æfi flugmenn sína á okkar kostnað, erum við eins og sveita ómagar og okkar Landhelgisgæsla er svo fjársvelt að hún flýgur á leigu þyrlum sem hún hefur ekki fjámagn í að fljúga, og skipin eru bundin við bryggju vegna sama. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er alveg kafli út af fyrir sig þetta með fjársvelti landhelgisgæslunnar á sama tíma og fé er ausið í erlenda heri við "verndun" landsins. Við sömdum við Norðmenn um og greiðum þeim fyrir að verja okkur Á FRIÐARTÍMUM. Ef það kemur stríð ery Norðmenn ekki samningsbundnir lengur og Svíar o.fl. (kannski Bretar) koma þá væntanlega í staðinn!

Vilborg Traustadóttir, 21.12.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband