Er búið að aflétta bankaleynd?

Björgvin G. Sigurðsson sagðist ekki selja bankann nema við fengjum umbeðnar upplýsingar um það hvað var verið að bauka í gagn um þennan banka!

Liggja þær upplýsingar fyrir nú?

Eða var Björgvin bara að plata?

Ef hann var að plata hvern var hann þá að plata?

Þjóðina eða Luxemburgarana? 


mbl.is Sölu á Kaupþingi í Lúx að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Jóhannesson

Eru Lýbíumennirnir ekki gamlir viðskiptafélagar Sigurðar Einarssonar?

Hjörleifur Jóhannesson, 20.12.2008 kl. 18:09

2 identicon

Afnema bankaleynd i Lúxembourg!!!

Held ekki.

Egill (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ég átta mig ekki heldur á hvað okkar ágæti Björgvin G. var að fara í þessu máli.  Hann, eða íslenska ríkið, ræður engu um starfsemi lúxemborgísks banka sem starfar undir þarlendum lögum, er í "eigu" gamla Kaupþings (sem aftur er í reynd í eigu kröfuhafa), og er þessa dagana undir stjórn lúxemborgískrar skilanefndar.

Ef íslensk lögregluyfirvöld hafa rökstuddan grun um afbrot, geta þau óskað eftir samstarfi við lúxemborgíska lögreglu um rannsókn, eins og gert var í Baugsmálinu á sínum tíma.  Aðra aðkomu hafa íslensk stjórnvöld ekki.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 21.12.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband