Nýr bloggvinur oddikennari

Oddikennari eða Örn Arnarson er kennari.  Hann er jafnframt systursonur minn.  Öddi "litli" eins og hann kallast innan fjölskyldunnar býr á Akranesi ásamt kærustu sinni Hörpu. Öddi "litli" var eins og sumir aðrir dálítið lengi að ná r-hljóðinu.  Hann sagðist alltaf heita Önd Andason. Þegar sonur minn Trausti Veigar heyrði það sagði hann eitt sinn, "hann segist alltaf heita Önd Andason en hann heitir Öln AlnasonWink".  
Ég mun svo í fyllingu tímans birta hér "kleinumyndina" sem ég tók af honum Ödda "litla" á Sauðanesi forðum.  Kleinumyndin var eitthvað það alversta sem Öddi litli heyrði minnst á að sögn foreldra hans.  Sú mynd er nú "í vinnslu" hjá Ödda "stóra" sem er pabbi Ödda "litla".   Velkominn í hóp bloggvina Öddi. Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er strax farin að fylgjast með Önd Andasyni

Annars líst mér vel á hugmyndina með sýninguna á Nesi!!

Stella (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott mál.  Það er vissara að hafa auga með Ödda...........að hann kjósi rétt og svona............  Já nú fara allir að fremja list!!!!! 

Vilborg Traustadóttir, 17.4.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband