Eigin jarðarför

Hafið þið eitthvað spáð í eigin jarðarför?  Hvernig þið viljið að hún fari fram?  Óskalög?  Óskaeftirmæli?  Þetta poppar alltaf upp hjá mér af og til.  Þegar ég var yngri var þetta sorgarathöfn þar sem miklir hæfileikar voru bornir til grafar í mér. Á tímabili var þetta "live fast, die young and be a beutiful body" syndrome.    Þegar ég var í Gospelsystrum Reykjavíkur vildi ég hafa fjörug Gospellög, já og helst dasnað út í kirkjugarð á eftir "koffortinu", alla leið.  Oh happy day o.s.frv.Kross
Í dag hallast ég að því að hafa þetta látlaust.  Queen slagarinn "Dont stop me now" gæti verið grunnstefið í athöfninni sjálfri ásamt hóflegri ættartölu.  "The final countdown" yrði svo útburðarmarsinn.
Á legsteininn vil ég hafa letrað. "Trúið þið því núna að ég sé veik."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

óhh þú!!  
lifum lífinu lifandi því við komumst víst ekki lifandi frá því eða  hvernig var þetta aftur hehe!!!!

G Antonia, 17.4.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Satt er það Guðbjörg.  Sá þetta með áletrunina á legsteininn í lélegri Bandarískri gamanmynd fyrir mörgum árum. Tveir "vitleysingar" voru að þvælast úti í kirkjugarði og ráku augun í þessa áletrun.  Annað man ég ekki úr myndinni.Hvenær líkur verkfalli bloggarafélagsins þíns?

Vilborg Traustadóttir, 17.4.2007 kl. 09:00

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

"The final countdown", góð hugmynd .......  Ég er svo stjórnsöm að ég hefði helst viljað plana jarðaförina sjálf og jarða... en átti lengi vel erfitt með að hugsa til þess ef ég yrði nú ekki jörðuð á Siglufirði , en nú er mér slétt sama hvar ég yrði jarðstungin, en svo gæti ég líka látið brenna mig og skipta mér í tvo hluta ... ég vil hins vega hafa .... "Hún mun lifa með okkur áfram" enda mun ég klárlega halda áfram að stjórna

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 09:21

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

 Já Herdís þú munt lifa áfram á einn eða annann hátt.

Vilborg Traustadóttir, 17.4.2007 kl. 09:54

5 identicon

Já, einhverntíma velt þessu fyrir mér. Umfram allt á þetta að vera friðsæl og falleg stund í kirkjunni, kirkjan er þannig, þar vill maður finna frið.  En þar sem maður gæti verið á sveimi er ekki verra að hafa kaffi og víntár á eftir og smá gleði fyrir þá sem þar mundu mæta tónlistin væri að sjálfsögðu ef ég mætti ráða frá sjötta áratugnum ."Silence is golden" "Hey Jude" og fleiri góð. Einnig eitthvað gott með ljóðasnillingnum Leonard Coin....og ekki gleyma góðu íslensku sönglagi..."Það var um nótt" eða einhverju álíka...annars hvað erum við að pæla ? Sprelllifandi eins og við erum.  Á legsteinin ? hm...hafði nú ekki hugsað um það, þið eruð komnar lengra en ég en ...   þarf að hugleiða það vel og lengi !! Magga systir

Magga (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:22

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er mjög mikilvægt að undirbúa jarðarfararathafnir vel, því þetta er hinsta kveðjustundin.  Bendi á bækling sem ég gaf út um Hjálp í sorg

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.4.2007 kl. 11:26

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Merkilegt nokk þá hefur maður aðeins spáð en ekkert konkret komið út úr því nema staðurinn. Styð reyndar framlag Emils hér að framan fyllilega.

Ragnar Bjarnason, 17.4.2007 kl. 13:02

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir góðar ábendingar. Ég söng líla "You'll newer walk alone" með Gospelsystrum.  "When you walk through a storm, hold your head up high, and dont be afraid og the dark.  At the end of the storm is a golden sky and the sweet summer...................ARG.....hélt ég myndi allan textann enn.  Verð að fara í nóturnar......... .... Man hann samt að mestu....

Vilborg Traustadóttir, 18.4.2007 kl. 00:52

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Emil tengist þessi aðdáun eitthvað Liverpool?

Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband