Vonbrigði

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Bjarna Benediktsson nýkjörinn formann Sjálfstæðisflokksins þegar hann svaraði fréttamönnum með því að þeir væru að gera sérstaka atlögu að Sjálfstæðisflokknum í sambandi við styrkjamálið svokallaða.

Hann taldi að flokkurinn hafi tekið á málinu og afgreitt það.

Ég er ekki sammála honum.

Þeir virðast ekki hafa dregið neinn lærdóm af undangengnum atburðum.  Þ.e.a.s. að menn axli sín skinn!

Kattarþvottur og það að hengja bakara fyrir smið er óásættanleg afstaða í málinu.

Bjarni er að gera sjálfan sig óhæfan með þessum yfirlýsingum.

Ætlar hann ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum?

Það þýðir ekkert að fara í þykjustuleik núna.  

Jafnvel þó hinir flokkarnir komist upp mð það! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband