Skemmtilegt afmæli - kynning á Detox-verkefninu Krossgötur

Var í skemmtilegu barnaafmæli hjá sonarsyni í dag.  Hann varð fimm ára.

Flottur strákur og falleg fjölskylda sem kom saman til að gleðjast í dag.

Það verður seint fullþakkað fyrir heilbrigð og góð börn sem eru hin sönnu auðæfi þessa lífs.

Það var gaman að koma saman og spjalla um alla heima og geima og slá á létta strengi.

Ég notaði tækifærið og kynnit spennandi verkefni sem við erum að fara út í nokkrar konur sem höfum stofnað fyrirtæki um það.

Verkefnið heitir Krossgötur og mun fara fram á Hótel Glym í Hvalfirði.  Það snýst um betri heilsu eða Detox (hreinsun) á líkama og sál.

Við vinnum það samkvæmt kenningum Dr.  Eva Dabrowska í Póllandi og samstarfslæknis hennar Dr. Boryz.  

Dr Dabrowska hefur þróað aðferðina og rannsakað í áratugi og árangur hennar er ótvíræður þegar kemur að bót ýmissa meina s.s. Zoriasis, sykursýki 2, ýmissa gigtarsjúkdóma o.s.frv.  Hún er mjög virt í Póllandi og víðar um heim.

Ég sjálf hef afar góða reynslu af meðferðinni hennar sem hefur mikil og góð áhrif á MS sjúkdóminn sem ég er með. T.d. hef ég farið fjórum sinnum í meðferðina og finn stóran mun til batnaðar í hvert skipti sem ég fer í hana.

Við fengum leyfi hennar og blessun fyrir því að nota aðferðina.

Dr. Boryz er væntanlegur til landsins og mun þá kynna sér aðstæður og kynna sitt framlag til verkefnisins.  Hann er sérfræðingur í meltingarlækningum,  hryggjarmeinum og lifrarhreinsun.

Verkefnið verður unnið af breiðum hópi fagaðila og áhugamanna um bætta heilsu og verður unnið í náinni samvinnu við Dr. Dabrowska sem eins og áður segir er upphafsmanneskja að meðferðinni sem við munum byggja á, á Hótel Glym.

Kynning á verkefninu verður að Hotel Glym fimmtudaginn 19. mars n.k. kl. 17 og vonumst við eftir að sjá  sem flesta, endilega tilkynnið komu ykkar í síma  4303100. 

Heilbrigð börn þarfnast heilbrigðrar ömmu og afa.  Mömmu og pabba, frænda og frænku! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Glæsilegt ! Vonandi gengur þetta vel !

Hulda Margrét Traustadóttir, 15.3.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband