Stjórnlagaþing-skýringar

Setti hér inn að gamni frumvarp sem Jóhanna Sigurðardóttir flutti árið 1995 og varðar setningu stjórnlagþings.

Nú legg ég til að Jóhanna efni til stjórnlagaþings um nýtt lýðveldi á Íslandi og ekkert minna.

Það má alveg kjósa á það stjórnlagaþing aðila sem þjóðin treystir.  Aðila sem eru fagmenn en ekki pólitíkusar því almenningur á Íslandi er búinn að fá upp í kok af ástandinu.

Það þarf að hafa hraðar hendur og kjósa stjórnlagaþing sem allra fyrst og má það ekki tefja störf Alþingis.

Ef ekki yrði kosið til stjórnlagaþings er hætta á að ekki myndist sátt um þingið.

Ég tel að  kjósa eigu til stjórnlagaþings í apríl og síðan til Alþingis í haust.

Stjórnlagaþing yrði þá búið að vinna þá vinnu sem því væri ætlað sem væri að stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá og unnt væri að kjósa nýja ríkisstjórn sem myndi starfa í þágu þjóðarinnar eftir þeirri stjórnarskrá. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jóhanna lagði fram frumvarp um lög um stjórnlagaþing árið 1995 en þau hafa enn ekki verið samþykkt enda lítill áhugi meðal valdhafanna að reisa lýðræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta frumvarp sýnir að Jóhanna kann þetta!

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband