Þjóðstjórn annars verður allt vitlaust!



Samfylkingin hefur haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið lappirnar í mikilvægum málum. Ef það er rétt að fyrir síðustu jól hafi  Sjálfstæðisflokkurinn boðið Samfylkingu mikla uppstokkun í ríkisstjórninni og helstu stofnunum.  Er það er rétt að Samfylkingin treysti sér ekki til að fara út í slíkar aðgerðir vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar og óskaði eftir að þeim yrði frestað? 

Þá skýtur skökku við að forysta Samfylkingarinnar og þingmenn hennar tali um að ákvarðanafælni af hálfu Sjálfstæðisflokksins og í ljósi þess furðar maður sig á því að farið er fram með þeim hætti sem Samfylkingin hefur nú gert.

Er Samfylkingin bara Samspillingin eins og Sverrir Stormsker hefur sagt?

Það er afar mikilvægt að hér starfi ríkisstjórn sem fylgi eftir nýlegri efnahagsáætlun og fari að ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Geir H. Haarde reyndi á síðustu stundu að höfða til formanna allra hinna stjórnmálaflokkannaum að freista þess að mynda þjóðstjórn nú. 

Geir H. Haarde hefði betur gert það fyrr en hann nánast útilokaði það daginn áður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það mátti búast við hnútakasti á milli flokka.

En það er morgundagurinn sem gildir og ég tel rétt eins og talað er um að tveir utanaðkomandi aðilar komi að þessari stjórn, engin ástæða til þess að þessir tveir flokkar þurfi einir og sér að koma að erfiðum framtíðar ákvörðunum svona rétt fyrir kosningar - Og hverjir græða þá mest á því nema Sjálfstæðisflokkurinn sem tókst helst af öllum að koma þjóðinni á kaldan klaka eftir fjölmörg ár í stjórn landsins.

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.1.2009 kl. 17:24

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gullfiskaminnið okkar mun fleyta Sjálfstæðisflokknum áfram og svo auðvitað hvernig vinstri flokkunum teks að höndla mál fram að kosningum.

Þau hafa nú um 100 daga til að gera breytingarnar sem stjórnarslitunum steytti á (Jóhönnu) og ég geri ekki minni köfur til þeirra en ríkisstjórn s.l. 100 daga.

(Ekki vildi ég vera Jóhanna nú þó hennar tími sé greinilega kominn)...

Þetta er að verða séríslensk talnaspeki. 100 dagar!

Jörundur hundadagakonungur, Dagur B. Eggertssn. Ólafur F. í borginni.

Ríkisstjórnir nú!

Kannski verðum við að miða kjörtímabil framtíðarinnar við 100 daga?

Ég verð á Austurvelli til að fylgjast með þessu fram að kosningum.

Vilborg Traustadóttir, 27.1.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband