St. Jósefsspítali

Ég tek heils hugar undir þessa ályktun hjúkrunarfræðinga í Hafnarfirði.

Það væri miklu nær að styðja við og styrkja það góða starf sem unnið er á St. Jósefsspítala en að leggja það í rúst.

Þetta er einn besti spítali á landinu og þar tala ég af eigin reynslu.  Ég hef þurft að leggjast það inn bæði vegna MS sjúkdómsins sem ég hef og einnig vegna aðgerða sem ég hef gengist undir.

Það er bæði vinalegt og gott miðað við sjúkrahús að liggja þar inni og umönnunin til fyrirmyndar.  Gott starfsfólk og faglega að málum staðið.

Ég upplifði mig í öruggum höndum í þau skipti sem ég hef dvalið þar.

Það er sorglegt hvernig vegið er að góðri þjónustu sem er til staðar í stað þess að styðja við hana.

Eitt þarf ekki að útiloka annað og ef einkaaðilar vilja fara út í svipaðan rekstur í Reykjanesbæ er sannarlega af nógu að taka í heilbrigðismálum ef miðað er við biðlista bæði í aðgerðir og eins og í mínu tilfelli að fá besta hugsanlega lyf sem gagnast gegn mínum sjúkdómi. 

"Í ályktuninni segir að fyrirhugaðar breytingar verði til að hrófla við þeirri samfelldu og skilvirku nærþjónustu sem nú er til staðar fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar. „Þeir þurfa því að leita í dýrari úrræði á verkefnahlaðið og yfirfullt hátæknisjúkrahús.“

Þetta eitt eru svo sterk rök að falla ætti umsvifalaust frá fyrirhuguðum breytingum! 

 


mbl.is Styrkja ætti en sundra ei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband