Framsóknarmenn hafa enga útgeislun

Ég þurfti að fara í Griffil í dag.  Þegar við mamma skundum að dyrunum stendur þar maður utan við rafdrifna hurðina sem opnaðist ekki fyrir honum. 

"Hva er lokað hér líka"? sagði ég komandi úr BT.

Maðurinn kvað nei við.

"Ekki ertu framsóknarmaður" spurði ég?

Mamma "hneggjaði" kurteisislega á bak við mig. 

Maðurinn leit undrandi á mig og spurði á móti "hvernig vissir þú það"?

Mamma "hneggjaði" aftur. 

"Engin útgeislun" svaraði ég og bætti við "svona rafdrifnar hurðir opnast þar af leiðandi ekki fyrir framsóknarmönnum".  (Ég held hann hafi ekki heyrt þetta með engin útgeislun).

Ég gekk síðnan að hurðinni sem opnaðist viðstöðulaust.

"Fyrir hvað á ég að vorkenna þér"? spurði maðurinn þá og átti sennilega við fyrir í hvaða flokki ég væri öðrum en Framsóknarflokknum.

"Ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut" svaraði ég að bragði, "þú sérð það að allar dyr standa mér opnar"!!

Mamma "hneggjaði" ánægjulega. 

Á leiðinni inn í búðina útskýrði ég fyrir honum söguna á bak við kenningu mína en þannig er að framsóknarmaður nokkur, mjög mætur, vann með manninum mínum.  Í fyrirtækinu var rafdrifin hurð sem opnaðist aldrei fyrir honum en opnaðist þó fyrir öllum öðrum.

Gárungarnir á vinnustaðnum voru fljótir að láta hann heyra það að þetta væri vegna þess að það væri engin útgeislun frá framsóknarmönnum.

Ég áréttaði þó ekki þetta með enga útgeislun svona til að fyrirbyggja móðgels af hálfu þessa stórmyndarlega manns.

Þegar við höfðum lokið erindi okkar hafði ég misst sjónar á framsóknarmanninum svo ég bauð honum ekki að fljóta með okkur mömmu út fyrir þröskuldinn.  Blush

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Góð og "táknræn" frásögn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.12.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Góð saga og skemmtileg,   enn held þetta hafi ekkert með syjórnmálaskoðanir að gera

Gylfi Björgvinsson, 14.12.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband