Ekki bíta bara rífa kjaft

Það fer út í öfgar þegar mótmælendur eru farnir að bíta.  Í því er ég sammála Össuri sem kemur sterkur út úr þeim viðtölum sem ég hef séð hann í síðan ósköpin dundu yfir.

Ég vona að lögreglukonan frænka mín hressist fljótt eftir bitið en það er áfall að verða fyrir þessu.  Störf eru svo mismunandi og við verðum að virða fólk sem er að störfum í almanna þágu hvort sem okkur er heitt í hamsi eða ekki.

Það er stutt í að mál fari úr böndunum þegar gripið er til svo róttækra aðgerða sem að hlaupa gargandi inn í Alþingi Íslendinga.

Áhrifameira væri að standa steinþegjandi fyrir utan húsið. 

Ekkert réttlætir ofbeldi. 

 


mbl.is Mótmælendur eiga ekki að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég á bágt með að skilja hvernig Össur nær svo sterkt til þín Vilborg. Mér kemur maðurinn fyrir sjónir eins og skólastrákur sem hefur nýlega tekið þátt í ræðukeppni og er enn í ham.

Mín sýn á þessa ríkisstjórn er að hún sé einskonar herforingjastjórn Ingibjargar Sólrúnar. Yfirvald sem hvorki heyrir né skilur að stærstur hluti þjóðarinnar er búinn að lýsa fullkomnu vantrausti en neitar að yfirgefa vettvanginn af hræðslu við að þurfa að taka afleiðingunum. Ég nefni Ingibjörgu en ekki Geir vegna þess að engum heilvita manni dettur í hug að sjálfstæðismaður samþykki að taka mark á samfélaginu og skilja að hann verði að víkja eða axla ábyrgð á verkum sínum.

Þessi "tímamótavinnubrögð" Ingibjargar sem hún boðaði og nefndi samræðustjórnmál virðast eitthvað hafa farið úr böndum.

Árni Gunnarsson, 9.12.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég þykist vita að sú sem var bitin hafi engan kýlt!!!

Þó um ofbeldi af hálfu lögreglu hafi verið að ræða réttlætir það ekki ofbeldi af hálfu mótmælenda.

Þetta skemmir bara fyrir!

Össur talar mannamál og Ingibjörg Sólrún er mjög líkur stjórnmálamaður og Davíð Oddsson!

Hvort Össur hafi uverið í ræðukeppni skal ég ekki dæma um en hann talar - maður á mann.

Vilborg Traustadóttir, 9.12.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband