STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þú ert sannkallaður gleðigjafi. Ef þú vilt vera yfirgengilega örlátur, skaltu gerast róttækur: ákveddu að taka ekki eftir því hvort fólk er jafn vinsamlegt við þig og þú við það.
--
 
Kannski og vonandi á þetta við daginn. Ég var alla vega vinsamleg við alla.
 
Ég átti góðan dag með vinkonu minni í dag.  Maðurinn hennar fór í stóra aðgerð í morgun og við ákváðum að fara saman í leiðangur og útrétta ýmislegt til jólanna.
Svona til að gera huggulegt í kring um okkur um leið og við dreifðum erfiðum hugsunum.
Við byrjuðum í bankanum til að fjármagna ferðina.  Þaðan var haldið í Hagkaup og þar sem við vorum að koma úr bankanum þurftum við ekki að notfæra okkur lánafyrirgreiðslur verslunarinnar.  Ekki að þessu sinni.
Því næst héldum við í Blómaval þangað sem ég er reyndar nánast hætt að fara (hvað gerir maður ekki fyrir vini sína) og keypti ég þar smávegis greni og skraut til að gera aðventukransinn sem ég gleymdi að gera fyrir helgina.
Að því búnu sóttum við pakka sem vinkona mín fékk sendan að norðan.
Þar sem nú leið að því að hún fengi fréttir af manni sínum stakk ég upp á kaffi heima hjá henni.  Þegar við erum að ganga upp stigann hringdi síminn. Það var sonur vinkonu minnar með góðar fréttir af pabba sínum. Aðgerðin tókst vel en ástandið eftir erfiða aðgerð er auðvitað dálítið tvísýnt fyrstu dagana.
Þó var mikill léttir að fá þessar fréttir um leið og við komum heim. 
Að kaffisopa loknum héldum við í Rúmfatalagerinn þar sem við bættum lítillega í jólabúið en ég keypti aðventuljós þar sem mitt varð ónýtt í fyrra.  Ljósið kostaði 790 kr ef ég man rétt.  mér sýndist það nákvæmlega eins og ljósið í Hagkaupum nema þar kostaði það mun meira. 
Loks héldum við í Pennann þar sem ég keypti dagatöl fyrir frændfólk mitt í Ameríkunni.  
Hið sama frændfólk og hafði af því nokkrar áhyggjur að við værum svöng og sendi mér e-mail um daginn til að spyrjast fyrir um það.
Ég svaraði þeim um hæl og sagði. "We are not hungry but we are angry"! 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Þið hafið gert það besta úr erfiðum degi. Gott að hafa félagsskap og dreyfa huganum.  Knús.

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.12.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband