Almenningi sagt að gera slátur og spara þvottefni meðan...

......pólitíkusar raða sér og sínum á garðann.

Hversu langt eigum við að ganga í vitleysunni?  Smjörklípuaðferðinni er miskunnarlaust beitt á okkur og við bara látum það yfir okkur ganga.

Í Silfri Egils komu þeir viðkunnanlegu hagfræðingar Gylfi Zoega og Jón Daníelsson fram með "to do list" fyrir stjórnvöld.  Mjög skynsamlegar tillögur en stjórnmálamenn eru bara of uppteknir við að  bjarga því sem bjargað verður, til handa sér og sínum.  

Gylfi og Jón eru með skynsamlegar tillögur til að leysa brýnasta vanda einstaklinga og fyrirtækja á þeim erfiðu tímum sem í hönd fara.  Þær felast m.a. í því að bankarnir eignist hlut í fyrirtækjum sem eiga í vandræðum (skuldirnar) og menn geti síðar eignast aftur hlut sinn þegar fyrirtækin hafa rétt úr kútnum. Sama má segja um eignir einstaklinga.  Í stað þess að kikna undir skuldabyrði myndi þannig skapast svigrúm til uppbyggingar.  Þetta mætti gera gegn um lífeyrissjóðina eða íbúðalánasjóð.

Ógeðslegur kafli í íslensku þjóðlífi (þetta snertir alla) er þegar hafinn.  Fyrirtæki og einstaklingar erum nú að berjast fyrir tilveru sinni.  Það er nú í höndum pólitískt skipaðra bankastjóra að segja til um hverjir hafa það af.

Við viljum ekki hafa þess konar vinnubrögð eða eigum við að segja klækjabrögð, þetta á að vera löngu liðin tíð. 

Allir tapa ef fyrirtæki og einstaklingar fara í þrot.   

Hlustið á hagfræðingana! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ég bara skil ekki þennan undirlægjuhátt, er ekki komið nóg ! Baráttuna í fyrsta sæti -losa okkur útúr vitleysunni - en það eru allir hræddir, er það ekki málið ?

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.11.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, stjórnmálamenn láta ekki segjast. Sumir eru líka núna að undirbúa sit til þess að notfæra sér ástandið til þess að klifra upp valdastigann í sínum flokkum. Það þarf að taka til í þessu kerfi annars fáum við bara önnur andlit með sama hugsunarháttinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband